Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Blönduósi. Nýr og umhverfisvænn ullar­ þurrkari var settur upp í desember í stað þess olíuknúna sem fyrir var ­ og breytingarnar hafa valdið tæknilegum örðugleikum í vinnslunni.

Þeim vandræðum hafa fylgt enn meiri tafir en venjulega eru, á því að hægt sé sækja ull eins hratt og æskilegt er talið. Guðmundur Svavarsson, verksmiðjustjóri í ullarþvottastöð Ístex, segist hafa heyrt óánægjuraddir meðal bænda með að Ístex hafi ekki náð að sækja ullina heim á bæi í eins miklum mæli og æskilegt sé.

Risastór örbylgjuofn

Guðmundur segir að vegna þess hversu hægt hafi gengið að þurrka þá ull sem þegar er í stöðinni þá hafi hreinlega ekki verið geymslupláss fyrir meiri ull. „Þetta var nú ekkert alvarlegt og allt á réttri leið nú þó við séum ekki komin á alveg full afköst, en beðið er eftir íhlutum í nýju vélina.

Við erum vön því að heyra þessar raddir, þetta er ekkert nýtt að bændur séu ókátir með að fá ekki ullina sótta. Vandamálið er að við erum ekki með nógu stórar ullargeymslur hér og á meðan svo er þá verður þetta vandamál á hverju ári. Það vilja auðvitað allir losna við ullina í einu,“ segir hann. „Aðalfréttin frá okkur er sú að við erum hætt að nota kínverskan þurrkara, sem þurfti að brenna olíu til að búa til gufu til að þurrka ull. Núna notum við nýjan umhverfisvænan þurrkara sem virkar eins og risastór örbylgjuofn,“ bætir Guðmundur við.

Skylt efni: Ístex

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...