Hljóðbylgjutækni í eldvörnum vekur vonir um að skala megi hana upp og nota gegn skógareldum í framtíðinni.
Hljóðbylgjutækni í eldvörnum vekur vonir um að skala megi hana upp og nota gegn skógareldum í framtíðinni.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 6. janúar 2026

Hljóðbylgjur slökkva elda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hljóðbylgjur gætu mögulega orðið lykiltæki í baráttu við skógarelda.

Samkvæmt Scientific American hefur bandaríska fyrirtækið Sonic Fire Tech þróað kerfi sem notar infrasound (hljóð sem er lægra en tíðni mannlegrar heyrnar nemur) til að slökkva litla elda áður en þeir breiðast út.

Teikning / Sonic Fire Tech

Grunnurinn að tækninni er að fjarlægja eitt af þremur lykilskilyrðum elds, það er að segja súrefni. „Það er í raun að láta súrefnið titra hraðar en eldsneytið getur nýtt það, þannig að þú stöðvar efnahvarfið,“ segir Geoff Bruder, flugverkfræðingur og stofnandi Sonic Fire Tech. Fyrirtækið hefur sýnt fram á að kerfið virkar í allt að 7,5 metra fjarlægð.

Hugmyndin er ekki ný. Varnarmálastofnun Bandaríkjanna rannsakaði aðferðina á árunum 2008–2011, og vísindamenn hafa þróað svipaðar lausnir, meðal annars slökkvitæki sem líktist subwoofer (magnari fyrir lágtíðnihljóð) árið 2015. „Áhrif hljóðs á eld eru vel þekkt í bruna,“ segir Albert Simeoni, prófessor við Worcester Polytechnicstofnunina. „Áskorunin er að skala tæknina upp án þess að skapa truflandi eða skaðleg hljóðáhrif.“

Sonic hefur þegar hannað kerfi gegn húsbrunum og notar infrasound, bylgjur undir 20 hertz sem eru utan tíðnisviðs mannlegrar heyrnar og ferðast lengra en hærri tíðnir. Kerfið nýtir stimpla sem knúnir eru af rafmótor og senda bylgjur í gegnum málmrör á þaki og undir þakskeggjum húsa. Skynjarar virkja kerfið sjálfkrafa þegar logi greinist og mynda „kraftsvið“ sem hindrar nýja kveikju.

Tæknin virkar enn sem komið er aðeins á litla loga, að sögn Arnaud Trouvé hjá háskólanum í Maryland, en áhuginn á að þróa tæknina frekar er mikill. Sonic vinnur nú með tveimur orkufyrirtækjum í Kaliforníu og hyggst setja upp 50 tilraunakerfi snemma árs 2026. Nokkrir húseigendur hafa þegar skrifað undir samninga um kerfið.

Skylt efni: hljóðbylgjur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...