Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hreindýr á Jökuldal.
Hreindýr á Jökuldal.
Fréttir 11. febrúar 2022

Heimilt að veiða 1.021 hreindýr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra hefur ákveðið veiði­heimildir til hreindýraveiða fyrir árið 2022 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Alls verður heimilt að veiða 1.021 hreindýr á veiðitímanum, 546 kýr og 475 tarfa. Þetta er 199 hreindýrum færri en á undanförnu ári, sem stafar fyrst og fremst af óvissu um talningar hreindýra vegna veðurskilyrða og tilfærslu dýra milli veiðisvæða á talningartímum.

Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september, en Umhverfisstofnun getur heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september.

Samkvæmt tilmælum ráðuneytis­ins er veiðimönnum gert að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins svo draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Þess í stað eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr. Er í þessu sambandi bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönnum við val á bráð.

Þá eru veturgamlir tarfar alfrið­aðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri og óheimilt er að veiða kálfa.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Líkt og fyrri ár skiptist veiðin milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna.

Skylt efni: veiðar hreindýr

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f