Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Mynd / Annie Spratt - Unsplash
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í Færeyjum sölu á matvælum sem eru ekki framleidd í vottaðri aðstöðu.

Nú eru 125 aðilar skráðir sem „heimaframleiðari“ og geta því á löglegan hátt selt ýmist beint til neytenda, veitingastaða eða í gegnum verslanir. Frá þessu er greint í skýrslu Norðurlandaráðs um sjálfsaflahlutfall eyríkjanna fimm á Norðurlöndum.

Viðbót við iðnframleiðslu

Þessi lausn er hugsuð sem viðbót við hina hefðbundnu matvælalöggjöf sem er frekar miðuð að iðnframleiðslu á matvælum, en árleg velta „heimaframleiðara“ má ekki fara yfir eina milljón færeyskar krónur, sem samsvarar 20,2 milljónum íslenskra króna. Fyrirkomulagið var sett á laggirnar árið 2016. Í færeysku matvælalöggjöfinni stendur í kafla um heimaframleiðslu að framleiðendur geti slátrað eigin dýrum og forunnið kjötskrokkana til eigin notkunar, beinnar sölu, eða sölu í gegnum birgja og smásala til neytenda á innanlandsmarkaði.

Eykur veltu umtalsvert

Þær matvörur sem má selja sem heimaframleiðslu eru lambakjöt, nautakjöt, alifuglakjöt, egg frá alifuglum, villtir fuglar, grindhvalir, hérar, grænmeti og ávextir sem eru fengin úr eigin ræktun eða veiði. Matvælin mega bæði seljast unnin og óunnin en skulu merkt með textanum „heimaframleiðsla, óløggild vøra“ og „unauthorized“ svo það komi skýrt fram að matvælin komi úr óvottaðri framleiðslu.

Í áðurnefndri skýrslu er tekið dæmi um sveitabæ þar sem stunduð er sauðfjárrækt. Með því að framleiða afurðir úr sínu eigin búfé og sameina framleiðslu matvæla við ferðaþjónustu gátu bændurnir aukið veltu sína fimm- til sexfalt samanborið við að selja allt kjötið til hefðbundinna afurðastöðva. Þá lögðu bændurnir sig fram við að skipta við aðra matvælaframleiðendur í nærumhverfinu sem efldi svæðið enn frekar.

Heimaframleiðsla er talin geta aukið tekjumöguleika lítilla aðila án þess að þeir þurfi að ráðast í íþyngjandi fjárfestingar, sem leiði aftur til aukinnar vöruþróunar. Einn af hvötunum fyrir að setja þessa umgjörð á laggirnar var meðal annars sá að varðveita matarhefðir og svara kalli ferðaþjónustunnar eftir hefðbundnum matvælum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f