Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Land og skógur mun bera ábyrgð á bókhaldi fyrir losun og bindingu tengda landnýtingu og skógrækt, en Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um alla aðra losun og áætlanir.
Land og skógur mun bera ábyrgð á bókhaldi fyrir losun og bindingu tengda landnýtingu og skógrækt, en Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um alla aðra losun og áætlanir.
Mynd / smh
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.

Megináherslur frumvarpsins eru meðal annars að tryggja skilvirkari innleiðingu loftslagsaðgerða og efla stjórnsýslu loftslagsmála.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verður samkvæmt drögunum falið að láta vinna langtímastefnu í loftslagsmálum sem verði endurskoðuð ekki sjaldnar en á fimm ára fresti og innihaldi töluleg markmið stjórnvalda um samdrátt í losun til næstu 25 ára. Í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum, sem gefin var út árið 2018, beindist gagnrýni að því að í þeim aðgerðum, sem boðaðar voru til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu, skorti nákvæm og töluleg markmið. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var árið 2024 var aðgerðum fjölgað úr 50 í 150 þar sem áhersla var lögð meðal annars á samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál.

Skammtíma-, milli- og langtímamarkmið

Í nýjum drögum að heildarlögum um loftslagsmál eru markmið Íslands lögfest með skýrari áherslum, meðal annars hvað varðar ábyrgð mála og eftirfylgni. Til að mynda er gert ráð fyrir að Land og skógur beri ábyrgð á bókhaldi fyrir losun og bindingu tengda landnýtingu og skógrækt, en Umhverfis- og orkustofnun heldur utan um alla aðra losun og áætlanir.

Meðal nýmæla er að stjórnvöld skulu setja sér skammtíma-, milliog langtímamarkmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna kolefnisbindingu. Áhersla er lögð á réttlát umskipti, þannig að þunginn af árangri í umhverfismálum verði ekki borinn af launafólki. Loftslagsaðgerðir skulu því taka mið af félagslegum áhrifum og ekki leiða til aukins ójafnaðar.

Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að sérstakur samhæfingarhópur loftslagsaðgerða annist yfirsýn og samræmingu innan stjórnkerfisins, sem komi í stað verkefnisstjórnar loftslagsaðgerða. Hann getur lagt til stofnun framkvæmdaráða sem vinna þvert á ráðuneyti að innleiðingu tiltekinna aðgerða. Þá skal loftslagsráð, skipað sérfræðingum, veita stjórnvöldum aðhald og rýna bæði stefnu og framkvæmd.

Treysta vísindalegar forsendur

Ráðherra verður jafnframt skylt að leggja fram árlega skýrslu fyrir Alþingi um framvindu loftslagsaðgerða, byggða á vísindalegri greiningu og mati samhæfingarhópsins. Frumvarpið kveður einnig á um að sveitarfélög og stofnanir ríkisins setji sér loftslagsstefnu með aðgerðaáætlun og mati á áhættu og viðkvæmni vegna loftslagsbreytinga.

Allt hnígur þetta að þeim markmiðum að treysta vísindalegar forsendur fyrir aðgerðum og vísindalegrar rýni á stefnu stjórnvalda – og að íslenskt samfélag og lífríki aðlagist og búi að þoli gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga.

Aðlögunar- og aðgerðaáætlun

Samkvæmt drögunum lætur ráðherra vinna loftslagsáætlanir, annars vegar aðlögunaráætlun vegna áhrifa loftslagsbreytinga á Íslandi sem gildi til fimm ára í senn og hins vegar aðgerðaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna bindingu kolefnis.

Í tilkynningu úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu er haft eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni ráðherra að með heildarlögum „sköpum við umgjörð til þess að hrinda loftslagsaðgerðum hratt og vel í framkvæmd. Loftslagsváin kallar á skilvirka stjórnsýslu og skýra sýn stjórnvalda. Stóra verkefnið er að rjúfa fylgnina milli hagvaxtar og losunar gróðurhúsalofttegunda, en til þess þarf aukna festu í stjórnsýslu loftslagsmála. Með nýjum heildarlögum um loftslagsmál aukum við vægi vísindalegrar nálgunar, skerpum á verkaskiptingu og eftirfylgni loftslagsaðgerða, skýrum betur ábyrgð ráðherra og bindum í lög kröfuna um réttlát umskipti þannig að loftslagsaðgerðir ýti aldrei undir ójöfnuð heldur þvert á móti.“

Hægt er að skila inn umsögn um drögin í Samráðsgátt til 29. ágúst næstkomandi og ætlar ráðuneytið að eiga samráð og samtöl á breiðum grunni á þeim tíma.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f