Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heiðrún verður sjálfstætt skýrsluhaldskerfi
Lesendarýni 5. júlí 2023

Heiðrún verður sjálfstætt skýrsluhaldskerfi

Höfundur: Guðfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá RML.

Skýrsluhaldskerfið Heiðrún, sem heldur utan um skýrsluhald í geitfjárrækt, var opnað árið 2016 og hafa geitfjárskýrslur síðan verið færðar þar inn og geymdar á rafrænu formi.

Þegar Heiðrún var opnuð var farin sú leið að útvíkka Fjárvís, skýrsluhaldskerfi sauðfjárræktarinnar, þannig að það gæti haldið bæði utan um sauðfé og geitur. Fjárvís og Heiðrún hafa því hingað til í raun verið sama skýrsluhaldskerfi sem unnið hefur verið á grunni
búgreinaskiptingar innan kerfisins.

Það var mikilvægt skref að koma skýrsluhaldsgögnum geitfjár­ ræktarinnar á rafrænt form þannig að betur væri hægt að halda utan um geitfjárstofninn í landinu og Heiðrún hefur svo sannarlega sinnt sínu hlutverki hvað það varðar. Það er hins vegar ljóst að þarfir sauðfjárskýrsluhaldsins og geitfjárskýrsluhaldsins fara ekki alltaf saman og þar sem Fjárvís og Heiðrún hafa hingað til verið sama skýrsluhaldskerfi hefur það valdið ákveðnum árekstrum þarna á milli. Í Heiðrúnu hafa þessir árekstrar oftast komið fram á þann hátt að við breytingar sem gerðar eru fyrir Fjárvís hafa þær líka komið fram í Heiðrúnu þar sem þær eiga ekki við og/eða valdið breytingum svo sem á framsetningu og texta þar sem kið hafa orðið lömb, huðnur, ær o.s.frv. Eðlilega hefur þetta valdið óánægju meðal notenda Heiðrúnar. Þetta veldur einnig auka flækjustigi við alla þróun á kerfinu og uppgjörum innan hverrar búgreinar

Eins og kynnt var í Bændablaðinu 4. apríl síðastliðinn hefur það sem af er ári verið lögð talsverð áhersla á að undirbúa og uppfæra Fjárvís fyrir frekari vinnu er snýr að því að nútímavæða kerfið og aðlaga það að kröfum notenda varðandi þætti svo sem snjallvæðingu og samskipti við jaðartæki. Þessi vinna nýtist einnig í Heiðrúnu og það hefur á dagskrá að gera ýmsar lagfæringar í Heiðrúnu sem lengi hafði verið beðið eftir. Við undirbúningsvinnu og uppfærslu á forritunarmáli Fjárvíss/Heiðrúnar var hins vegar ákveðið að til að auðvelda áframhaldandi þróun bæði á Heiðrúnu og Fjárvís, væri skynsamlegt að byrja á því að aðskilja sauðfjár­ og geitfjárskýrsluhaldið og gera Heiðrúnu að sjálfstæðum gagnagrunni og skýrsluhaldskerfi fyrir geitfjárræktina.

Þeirri vinnu er nú lokið og ný og sjálfstæð Heiðrún er komin í loftið. Unnið er með sama útlit og var á Heiðrúnu meðan hún var hluti af Fjárvís en litaþema breytt til að aðgreina kerfin sjónrænt. Heiðrún hefur nú fengið sína sjálfstæðu slóð, www.heidrun.is, þannig að þegar notendur skrá sig inni í kerfið komast þeir beint inn á sitt bú og þurfa ekki lengur að fara í gegnum Fjárvís til að velja búgrein. Jafnframt er búið að einfalda valmyndir þannig að þeir hlutar sem eingöngu áttu við sauðfjárskýrsluhaldið eru ekki lengur inni í Heiðrúnu. Búið er að yfirfara skráningarmyndir sem og vor­ og haustbækur með hliðsjón af þeim athugasemdum sem hafa borist frá geitfjárbændum varðandi þessa þætti. Verið er að leggja lokahönd á prentvæna útgáfu vor­ og haustbóka með nýju útliti. Af öðrum verkefnum sem áætlað er að vinna á þessu ári er að verða við ósk um að hægt sé að skrá íslenskar geitur á erlendri grund inn í Heiðrúnu en sú vinna er langt á veg komin.

Með þessari vinnu hefur verið lagður grundvöllur að því að hægt sé að þróa Heiðrúnu sem sjálfstætt skýrsluhaldskerfi í geitfjárrækt án árekstra við önnur kerfi og án þess að skýrsluhald í geitfjárrækt sé á einhvern hátt háð eða tengt framkvæmd skýrsluhalds í sauðfjárrækt.

Skylt efni: Heiðrún

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...