Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kúruteppi úr lopa og mohair
Hannyrðahornið 2. mars 2015

Kúruteppi úr lopa og mohair

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Hér er uppskrift að kúruteppi úr lopa og mohair úr smiðju Ingu Þyri. 
 
Mál
Hver ferningur er 20x20 cm. Allt teppið er 80x120 cm.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í cm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Efni
Hvítur plötulopi no 01 x 2 plötur
Rauður plötulopi no 78 x 2 plötur
garn.is mohair Fífa rautt no 206 x 5 dokkur 
Kartopu firenze tiftik mohair hvítt no 010 x 1 dokka
Prjónar nr 6 og heklunál nr 5. 
 
Aðferð:
Prjónaðir eru með garðaprjóni 8 rauðir ferningar sem eru 1 þráður rauður plötulopi og 1 þráður rautt mohair prjónað saman.
 
8 hvitir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og einn  þráður hvítur Kartopu mohair saman.
8 rauð og hvít sprengdir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og 1 þráður rautt mohair.
 
Ferningar
Fitjað laust upp 25 l og prjónað fram og til baka garðaprjón 28 garðar eða þar til fermningurinn mælist 20 cm.
 
Þegar búið er að prjóna alla 24 ferningana er gott að ganga frá öllum endum.
Gott er að raða ferningunum upp áður en byrjað er að hekla þá saman.  
Nú eru ferningarnir heklaðir saman fyrst langsum og svo þversum.
Leggið ferningana saman 2 og 2 og heklið þá saman með tvöföldum rauðum mohair þráðum.
Heklið 1 fastalykkju í efsta hægra hornið og stingið gegnum báða ferningana* 2 loftlykkjur 1 fastalykkju með ca 1 cm bili á milli, 1 fastalykkju*  Endurtakið þetta.
Passið að hafa jafnt bil á milli fastalykkjanna. Endið á 1 fastalykkju og slítið frá.
Því næst er heklað eins þversum á ferningana. Heklið svo kant kringum allt teppið á sama hátt.
Gætið þess að hekla kantinn laust.
Gengið frá endum og teppið þvegið varlega, gætið þess að skola vel og vandlega og gott að setja smá edik í síðasta skolvatnið til að rauði liturinn renni ekki til.
Leggið flatt til þerris.          
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f