Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kisuvettlingar
Hannyrðahornið 27. júní 2016

Kisuvettlingar

Höfundur: Guðrún María
Vettlinga með þessu munstri prjónaði hin færeyska móðir mín á okkur börnin og síðar barnabörnin.  
 
Kisuandlitin voru ýmist einlit eða hver röð í hvort í sínum lit. Öll brosum við þegar við sjáum vettlinga með þessu munstri og munum eftir öllum vettlingunum sem mamma/amma prjónaði. 
 
Garn: 
Navia Trio (fæst hjá Handverkskúnst).
Aðallitur: 1 dokka.
Munsturlitur: 1 dokka.
Vettlingarnir á myndinni eru sinnepsgulir og dökkbláir
 
Prjónar: 
Sokkaprjónar nr 3,5mm og 4,5mm.
 
Prjónafesta:
20 lykkjur = 10 sm í sléttu prjóni.
 
Aðferð:
Fitjið upp 36 lykkjur á sokkaprjóna nr 3,5 tengið í hring og prjónið stroff, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 5 sm. Skiptið yfir á prjóna nr 4,5 og prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 4 lykkjur = 40 lykkjur. Bætið við munsturlit og prjónið eftir teikningu. ATH: þegar kemur að lykkjur merktri M í umferð 9, setjið þá prjónamerki sitthvoru megin við hana. Þetta er fyrsta lykkja í þumli og er aukið út sitthvoru megin við hana í annarri hverri umferð alls 5 sinnum = 11 lykkjur á milli prjónamerkjanna. Umferð 19: setjið þumallykkjurnar á þráð/nælu og fitjið upp 1 lykkju = 40 lykkjur aftur á prjónunum. Klárið vettlinginn eftir teikningu, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru.
 
Þumall: Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á sokkaprjóna nr. 4,5, samtals 11 lykkjur, takið upp 4-5 lykkjur = 15-16 lykkjur á þumli. Prjónið slétt með aðallit þar til þumallinn mælist um það bil 4,5 sm.
Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman næstu tvær umferðir. Klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að.
 
Frágangur:
Gangið frá endum, þvoið vettlingana í höndum eða á ullarprógrammi í þvottavél og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja,
Guðrún María           
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f