Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklaður skvísukragi
Hannyrðahornið 22. júlí 2015

Heklaður skvísukragi

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Hér er uppskrift að Hekluðum skvísukraga úr smiðju Elínar Guðrúnardóttur.
 
Garn: Whistler frá Garn.is
Heklunál: 4 mm
1 dokka ætti að duga í tvo kraga og kostar dokkan 199 kr.
Aþena, systurdóttir mín, er 3 ára skvísa sem hefur gaman af því að klæða sig upp og vera fín. Nú er sumar og nýtur Aþena þess að geta verið í kjól og þurfa ekki að fela glingur og skart undir peysu eða jakka. Bleikur er uppáhalds liturinn hennar Aþenu og vakti bleiki kraginn sem ég heklaði handa henni mikla lukku.
Þessi kragi er heklaður eftir uppskrift sem birtist í Bændablaðinu 2013, en ég breytti uppskriftinni aðeins til þess að hann hentaði betur yngri skvísum.
 
Uppskrift:
Uppskriftin er þannig að hægt er að hafa kragann í hvaða stærð sem er. En passa þarf upp á lykkjufjöldinn gangi upp í 7 til þess að mynstrið gangi upp. Til viðmiðunar var ég með 63 og 77 loftlykkjur í krögunum sem ég heklaði, að auki er svo bætt við 5 loftlykkjum til þess að gera hnappagat.
Fitjið upp margfeldið af 7 þar til æskilegri stærð er náð, þá er bætt við 5 LL.
 
1. umf: Heklið 1 FP í 6. LL frá nálinni 
(hnappagat gert), 1 FP í hverja LL út umf. 
Ég hekla í hnúðinn aftan á loftlykkjunum í stað þess að hekla framan í loftlykkjurnar, þetta geri ég til þess að hálsmálið sé fallegra.
2. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu 6 L, 2 FP í 
næstu L (útaukning gerð)*, endurtakið frá * að * út umf, en heklið aðeins 1 FP í síðustu L umf í stað þess að gera 2 FP.
3. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í allar L út umf.
4. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), sl. 2 L, 
*[1 ST, 3 LL, 1 ST] saman í næstu L, sl. 3 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins 3 L eru eftir, þá er sl. 2 L og heklað 1 ST í síðustu L. 
5. umf: Heklið 3 LL, sl. 2 L *[2 ST, 4 LL, 2 ST] 
saman í næsta LL-bil, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, heklið 1 ST í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
*Hnúður: Heklið 4 LL, 1 KL í 1. LL
6. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í 1. L, sl. 2 L, *[3 ST,
 hnúður, 3 ST] saman í næsta LL-bil, sl. 2 L, 1 FP á milli ST, sl. 2 L*, endurtakið frá * að * út umf, ekki næst að klára síðustu endurtekninguna að fullu, í lokin er heklaður 1 FP í 3. LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun síðustu umferðar.
Slítið frá, gangið frá endum og saumið töluna á.
Fleiri myndir er að finna á www.garn.is og þar er einnig hægt að nálgast þessa uppskrift í rafrænu formi.
 
Góða skemmtun! − Elín Guðrúnardóttir

4 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f