Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Heklaðir ugluvettlingar
Hannyrðahornið 28. september 2015

Heklaðir ugluvettlingar

Höfundur: Jess Chaleur
Til þess að ná fram uglunni í þessari uppskrift eru heklaðir kaðlar. 
 
Í fyrstu getur það virst flókið að hekla kaðla en í raun er það mjög einfalt. Ítarlegri leiðbeiningar að þessum vettlingum er að finna á síðunni okkar, www.garn.is.
 
Garn:
Kartopu Ketenli, 1 dokka.
 
Heklunál: 
4,5 mm.
 
Heklfesta: 
17 stuðlar x 10 umferðir = 10 x 10 cm
 
Stærð:
Breiðasti hluti vettlingsins er 13 cm og vettlingurinn er 20 cm á lengd. Til þess að lengja vettlinginn má bæta við auka umferð eftir 20. umferð. Einnig má stækka eða minnka vettlinginn með því að nota stærri eða minni heklunál.
 
Skammstafanir:
Sl.= sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, KL = keðjulykkja, ST = stuðull, FBST = frambrugðinn stuðull, FBTST = frambrugðinn tvöfaldur stuðull, OST = opinn stuðull (úrtaka).
 
Lesist áður en byrjað er að hekla!
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær sem fyrsti stuðull umferðarinnar. Hver stuðull er alltaf heklaður í næstu lykkju nema annað sé tekið fram. Öllum umferðum er lokað með keðjulykkju.
 
Hægri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 24 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 5 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 6 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 9 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 10 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 11 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 6 ST, sl. 14 L (þumalgat gert), 6 st. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST í næstu L, 3 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem var sleppt (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST).
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Vinstri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 4 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 25 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST, 8 FBST, 12 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 6 st, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST, 8 FBST, 12 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 9 ST, 2 ST í næsti 2 L, 10 ST, 8 FBST, 12 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, sl. 14 L (þumlagat gert), 6 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST, 3 FBST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
 
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Toppur:
17.-20. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST) Ef lengja á vettling er hekluð auka umferð hér.
21. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST (úrtaka), *2 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (24 ST)
22. umf: Heklið 2 LL, 2 OST, *1 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (16 ST)
23. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST út umf. (8 ST)
24. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að nota hann til að loka toppnum betur áður en gengið er frá endanum.
 
Þumall:
1. umf: Byrjað er við þumalvik, heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST) Það myndast örlítið gap í þumalvikinu, því er lokað um leið og gengið er frá endum.
2. umf: Heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST, *3 ST, 2 OST*, endurtakið tvisvar. (11 ST)
4. umf: Heklið 2 LL, 2 OST út umf. (6 ST)
5. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
 
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að loka þumlinum betur áður en gengið er frá endum.
 
Þvoið vettlingana og leggið til þerris. Setjið augu á uglurnar og njótið vel.
 
Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í þessa vettlinga færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi eða á www.garn.is 
 
Höfundur: Jess Chaleur. 
Þýðing: Elín Guðrúnardóttir. 
Uppskrift þýdd með leyfi höfundar.
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL