Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einstaklega létt og lipurt. Drops Sky er á 30% afslætti í Handverkskúnst, www.garn.is, til og með 31. desember 2021.

DROPS Design: Mynstur sk-126

Stærð: 106 cm á breidd og 143 cm á lengd.

Garn: Drops Sky (fæst hjá Handverkskúnst)
- 300 g litur nr 01, hvítur
- 150 g litur nr 03, ljós beige
- 150 g litur nr 18, daufbleikur
- 150 g litur nr 19, múrsteinn

Heklunál: 3,5 mm

Heklfesta: 20 stuðlar = 10 cm.

Rendur: Heklaðar eru 2 mynstureiningar með hverjum lit. Litaröðin í teppinu á myndinni er þannig: hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur.

Uppskriftin: Heklið 228 loftlykkjur (þar meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með), passið að hafa góðan slaka á þessum loftlykkjum. Heklið síðan eftir mynsturteikningum A.1, A.2 og A.3 þannig: Snúið við, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (þessar 3 lykkjur sem sleppt er teljast EKKI sem stuðull), heklið 1 stuðul í næstu 10 loftlykkjur (= A.1), *heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur, sleppið 3 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur (= A.2) *, heklið frá *-* alls 7 sinnum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í síðustu 11 loftlykkjur (= A.3).

Haldið áfram að hekla eftir mynsturteikningum A.1 til A.3. Þegar heklaðar hafa verið 2 mynstureiningar af A.1 til A.3 á hæðina (=12 umferðir) er skipt um lit. Haldið áfram með A.1 til A.3 og rendur þar til allar rendurnar hafa verið heklaðar og teppið mælist ca 143 cm á hæðina.

Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL