Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Handprjónaður trefill
Hannyrðahornið 20. mars 2014

Handprjónaður trefill

Nú gengur eins og eldur í sinu nýjasta fyrirbærið af prjóni, sem er handaprjón.
 
Þá eru ekki notaðir prjónar heldur gegna hendurnar hlutverki prjónanna.
 
Erfitt er að lýsa þessu án mynda en hægt er að fara inn á Youtube og sjá þetta þar undir 30 minute scarf arm knitting. 
 
Við notuðum 2 dokkur af tvöföldu Gipsy nr. K210 og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2206 í appelsínugula trefilinn.
 
1 dokku af tvöföldu K512 Gipsy blágrænu og 1 dokku af tvöföldu Mossa nr. 2209 í blágræna trefilinn.
 
Í rauða trefilinn notuðum við tvöfalt blúndugarn sem heitir Operadarte rautt á litinn nr. 10.
 
Byrjað er á því að fitja upp eins og venjulega er gert með prjónum upp á hægri hendi 12 lykkjur.
 
Síðan er prjónað fram og til baka garðaprjón af vinstri hendi upp á hægri til skiptis þar til trefillinn er nógu langur.
 
Rauði trefillinn er síðan lykkjaður saman snúinn þar sem hann er lagður um hálsinn.
 
En hinir eru lykkjaðir saman réttir og hafðir tvöfaldir um hálsinn. 
 
Þetta er eitthvað sem allir geta gert þó að þeir hafi ekki mikla æfingu í að prjóna.

50 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL