Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fallegur púði
Hannyrðahornið 5. júní 2014

Fallegur púði

Það getur verið gaman að prjóna eða hekla fallega púða til að lífga upp á heimilið eða sumarbústaðinn. Þessi getur verið eins stór og maður vill, það hleypur á 11 lykkjum og 14 umferðum sem maður bætir við þessa uppskrift eins oft og maður vill.

Stærð: 35x37 cm.
Efni: 3 dokkur Whistler-grænt en það er til í 7 litum alls sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4,5 eða 5.
Heklunál nr. 5
3 tölur.
Aðferð. Prjónað er fram og til baka ferningar sem eru 11 lykkjur og 14 umferðir hver.
 

Púði:
Fitja upp 66 lykkjur.
Prjóna 11 lykkjur slétt og 11 lykkjur brugðið 14 umferðir.
Nú eru prjónaðar 11 lykkjur brugðnar yfir sléttu lykkjurnar og 11 lykkjur sléttar yfir brugðnu lykkjurnar 14 umferðir.
Þetta er endurtekið þar til komir eru 12 ferningar á lengdina og stykkið mælist ca 70 cm.
Nú er fellt af.
Hliðarnar eru lagðar saman og heklað fastahekl gegnum báðar hliðar 1 lykkja í hverja lykkju allan hringinn nema skilið er eftir op ca 13 sm á miðri einni hliðinni. Sú hlið sem er heil það er þarf ekki að hekla saman þar er heklað fastahekl í hverja lykkju á samskeytum milli brugðins og slétts fernings .
Best er að byrja við opið og enda hringinn á að hekla fastahekl meðfram annarri hlið opsins ca 20 l
Snúa við og hekla 5 l fastahekl 3 ll ( hnappagat) 5 fastalykkjur í næstu 5 l 3 ll 5 l fastahekl, 3 ll 5 l fastahekl. Klippa frá og ganga frá enda.
Á hinni hlið opsins er heklað fastahekl í hverja lykkju fram og til baka ca 25 fastalykkjur 4 umferðir.
Klippa og ganga frá. Á þennan flipa eru festar 3 tölur á móti hnappagötunum.
Nú eru heklaðar tungur allan hringinn þannig.
1 fastalykkja 6 stuðlar í aðra lykkju frá fl 1 fastalykkja. Tungurnar eru heklaðar hringinn.
Passa að hornin verði eins.
Þegar kemur að opinu eru tungurnar heklaðar meðfram hliðinni sem tölurnar koma á.
Gengið frá endum og púði með púðafyllingu settur inn í.


Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir

4 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL