Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Endurskinshúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 1. september 2016

Endurskinshúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Nú þegar sumri fer að halla erum við mæðgur byrjaðar að hugsa til haustsins. Eitt af því sem er frábært fyrir alla er húfa, vettlingar, legghlífar og fleira prjónað úr hinu frábæra endurskinsgarni okkar.  
 
Garnið er mikið öryggisatriði þegar dimma fer og ættu öll börn að hafa húfu á höfði með innbyggðu endurskini. Við gefum ykkur hér uppskrift að húfu sem hentar bæði strákum og stelpum en fleiri stærðir fylgja með kaupum á garni hjá okkur og endursöluaðilum garnsins. 
 
Stærð: 
10-12 ára (bláa húfan á myndinni).
 
Garn: 
Glühwürmchen endurskinsgarn fæst hjá Handverkskúnst - 1 dokka – skoðaðu litaúrvalið á www.garn.is.
 
Prjónar: 
Hringprjónn 40 sm, nr 5,5 og 6. Sokkaprjónar nr 6.
 
Prjónafesta:
15 lykkjur = 10 sm á prjóna nr 6.
 
Skammstafanir:
PM: prjónamerki
Aðferð: Húfan er prjónuð í hring og skipt yfir á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar í úrtöku. 
Húfan: Fitjið upp á hringprjón nr 5,5; 70 lykkjur, setjið PM og tengið í hring og prjónið:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkja brugðið* Endurtakið frá *-* út umferðina. 
Endurtakið umferðir 1 og 2, einu sinni enn. Skiptið yfir á hringprjón nr 6 og prjónið áfram umferðir 1 og 2 þar til húfan mælist 13 sm eða sú hæð sem þið viljið hafa á húfunni. 
 
Úrtaka: 
Umferð 1: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið12 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin og passið að munstrið haldi áfram eins og áður.  ATH: úrtökulykkjan er alltaf prjónuð slétt.
Umferð 2: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 11 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
Umferð 3: Prjónið *2 lykkjur slétt saman, prjónið 10 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferðina . Prjónið eina umferð; 1 slétt, 1 brugðin.
 
Haldið áfram að taka úr á þennan hátt en fækkið um 1 lykkju á milli úrtaka, þar til 5 lykkjur eru eftir á prjónunum. Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum og þvoið húfuna í höndunum eða á ullarprógrammi í þvottavél. Leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www..garn.is
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL