Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Einfalt bylgjuteppi
Hannyrðahornið 14. september 2015

Einfalt bylgjuteppi

Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. 
 
Þetta einfalda bylgjuteppi er tilvalið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé einföld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn heklari ákveður eigin stærð og litasamsetningu.
 
 
Garn: Kartopu Basak – einlitt, 
Kartopu Marine – sjálfmunstrandi.
Heklunál: 4 mm
 
Hvað þarf mikið garn í teppi?
Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur
 
Skammstafanir og merkingar:
L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. 
 
Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL.
(Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi).
 
1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð).
 
2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æskilegri lengd.
 
 
Góða skemmtun og gangi ykkur vel.
Elín Guðrúnardóttir
www.garn.is

2 myndir:

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f