Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Barnateppið Jörð
Mynd / IS
Hannyrðahornið 22. febrúar 2022

Barnateppið Jörð

Höfundur: Ingibjörg Sveinsdóttir

Hér er uppskrift að barnateppinu Jörð úr smiðju Ingibjargar Sveinsdóttur.

Stærð: 65 x 65 cm eftir strekkingu

Garn: Dís frá Uppspuna, 100% íslensk ull (í 100 g eru 440 m). Grunnlitur: 75 g        Litur á kanti: 55 g

Prjónar: 80 cm hringprjónn nr. 3,5.

Prjónafesta í mynstri á miðju teppis: 22 L x 26 umf gera 10x10 cm.

Byrjað er á því að prjóna miðju teppisins, fram og til baka. Síðan er prjónaður kantur utan um allt teppið. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er að prjóna.

Skýringar:

S prjónið slétt 

B prjónið brugðið       

Y slá uppá

Uppfit

Fitjið upp 101 L með grunnlit.

Miðja

Prjónað með grunnlit. Prjónað er fram og til baka þar til stykkið er u.þ.b. ferhyrnt eða ca 45 cm. Síðasta umferð er á réttunni.

Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S *(3Bs, Y, 1B), 1S*.

Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S (3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S.

Skýringar: 3Bs, Y, 1B, í sömu lykkju = Þrjár lykkjur prjónaðar brugnar saman og búnar til þrjár nýjar um leið. Aðferðin er eftirfarandi: Prjónið 3 lykkjur brugnar saman en hafið þær áfram á vinstri prjóni, sláið uppá, prjónið síðan þessar 3 lykkjur brugnar saman aftur og sleppið upphaflegu lykkjunum af vinstri prjóninum. (Video á youtube, leitið að Daisy stitch).

Umf 1 og 3 réttan. Prjónið slétt. Umf 2 rangan. 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*.

Umf 4 rangan. 1S, 1B, 1S, *(3Bs, Y, 1B), 1S*, 1B, 1S.

Taka upp lykkjur á hliðum

Haldið áfram með grunnlit. Byrjið á því að auka út um 1L í enda prjónsins. Setjið prjónamerki.

Takið því næst upp 102 L á hverri hlið og setjið prjónamerki á öll horn. Alls eru 408 L á prjóninum. Prjónið eina umferð slétt.

Kantur

Prjónað með lit fyrir kantinn. Önnur hver umferð (sléttar tölur) er prjónuð slétt.

Affelling

Fellt er af með tveimur þráðum af lit fyrir kantinn. Affelling er gerð á eftirfarandi hátt: Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna.

Frágangur

Gangið frá endum, þvoið teppið í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris og teygið lauslega í uppgefin mál.

Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg-sveinsdottir

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL