Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Alladín-ungbarnahúfa
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 16. ágúst 2016

Alladín-ungbarnahúfa

Höfundur: Gallery Spuni
Húfur eru einstaklega skemmtilegar að prjóna, því litlir sætir verðandi eigendur elska hlýjar, mjúkar húfur í vagninn. Nú er aðeins farið að halla sumri og því við hæfi að setja inn uppskrift að fallegri ungbarnahúfu fyrir haustið. Hér er ein sem hefur notið mikilla vinsælda og er æðisleg í hvaða lit sem er og lítið mál að prjóna hana í hring. 
 
BabyDROPS 21-34
 
DROPS Design: Mynstur nr Z-085-by
Garnflokkur A 
 
HÚFA: 
 
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál í cm:
40/42-42/44-44/46 (48/50-50/52) 
 
Efni: DROPS ALPACA frá Garnstudio
Nr 607, ljós brúnn: 50 gr í allar stærðir 
DROPS PRJÓNAR NR 2,5 – eða sú stærð sem þarf til að 26 og 34 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. 
ÚTAUKNING:
Allar útaukningar eru gerðar frá réttu. Aukið er út um 1 l á undan og eftir l með prjónamerki með því að slá uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt.
 
ÚRTAKA:
Allar úrtökur eru gerðar frá réttu. Fækkað er um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki. Byrjið 1 l á undan l með prjónamerki. Setjið 1 l á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1 l óprjónaða (= l með prjónamerki), prjónið næstu l og l af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir.
 
HÚFA: 
Stykkið er prjónað fram og til baka á prjóna. Fitjið upp 117-123-129 (135-141) l (meðtalin er 1 kantlykkja á hvorri hlið) á prjóna nr 2,5 með Alpaca. Prjónið 8 umf slétt (umf 1 = rétta). 
Setjið 7 prjónamerki í stykkið frá réttu þannig:
1. prjónamerki í 2. l í umf.
2. prjónamerki í 25.- 26.- 27. (28.- 29.) l,
3. prjónamerki í 48.- 50.- 52. (54.- 56.) l,
4. prjónamerki í 59.- 62.- 65. (68.- 71.) l,
5. prjónamerki í 70.- 74.- 78. (82.- 86.) l,
6. prjónamerki í 93.- 98.- 103. (108.- 113.) l, 
7. prjónamerki í næst síðustu l í umf.
Prjónið nú sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið – JAFNFRAMT í umf 1 byrjar útaukning og úrtaka – Lesið ÚTAUKNING og ÚRTAKA að ofan – í annarri hverri umf þannig:
Aukið út um 1 l á eftir 1. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 2. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 3. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 4. prjónamerki.
Aukið út um 1 l hvorum megin við 5. prjónamerki.
Fækkið um 1 l hvorum megin við 6. prjónamerki.
Aukið út um 1 l á undan 7. prjónamerki.
Haldið áfram með útaukningu og úrtöku frá réttu í annarri hverri umf 6 sinnum. Fellið síðan af hvoru megin við 2., 4. og 6. prjónamerki í hverri umf frá réttu þar til 15 l eru eftir á prjóni. Stykkið mælist ca 15-15-16 (16-17) cm frá neðsta oddi við 2. eða 6. prjónamerki = eyrnaleppur.
Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 l sl, 2 l slétt saman, 9 l sl, 2 l slétt saman, 1 l sl = 13 l. Endurtakið úrtöku frá hvorri hlið í hverri umf (frá röngu eru prjónaðar 2 l á undan og á eftir kantlykkju br saman) þar til 3 l eru eftir, fellið af og dragið bandið í gegnum l.
 
FRÁGANGUR:
Saumið húfuna saman við miðju að aftan innan við 1 kantlykkju.
Miðju oddurinn af þeim 3 heilu við uppfitjunarkantinn liggur að enni að framan.
 
SNÚRA:
Fitjið upp 4 l á prjóna nr 2,5. Prjónið þannig: * Prjónið 1 l sl, leggið bandið fyrir framan stykkið (á móti þér), takið 1 l eins og prjóna eigi hana br, leggið bandið aftur fyrir aftan stykkið (frá þér) * , endurtakið frá *-* í öllum umf. Nú myndast hringprjónuð snúra. Fellið af þegar snúran mælist ca 20-22-24 (26-28) cm. Prjónið 1 snúru til viðbótar alveg eins. Festið hana síðan á hvern eyrnalepp á hvorri hlið.
 
Prjónakveðja fjölskyldan Gallery Spuna.
Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f