Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Líf og starf 15. febrúar 2022

Halldór Hafliðason hlaut bronsið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Hafliðason, matreiðslunemi í Mennta­skólanum í Kópavogi, hlaut brons­verðlaun á Ólympíuleikum ungkokka sem haldin var fyrir skömmu. Honum til aðstoðar voru Kristinn Þór Gautason og Dagur Gnýsson, auk Ægis Friðrikssonar þjálfara. Halldór er á námssamningi hjá veitingahúsinu Tides á Marriott Edition hótelinu.

Að sögn Halldórs er keppnin vanalega haldin í Kolkata á Indlandi en vegna Covid hefur hún undanfarin tvö ár farið fram í gegnum netið.
„Keppnin er fyrir kokka yngri en 23 ára og fór þannig fram að keppendum í löndunum 50 sem tóku þátt var stillt upp fyrir framan þrjár myndavélar sem voru í gangi allan tímann sem við vorum að elda.“

Pönnusteikt kjúklingabringa ásamt sætri kartöflu fylltri með linsubaunaragú.

Brons og viðurkenning fyrir hreinlæti

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór tekur þátt í keppninni og árangurinn glæsilegur því auk þess að vinna bronsverðlaunin, fékk hann viðurkenningu fyrir hreinlæti og ritgerð.

Að þessu sinni hlaut Ítalía gullið og Singapúr silfurverðlaunin

Kjúklingaréttur

„Í lokakeppninni fengum við það verkefni að úrbeina heilan kjúkling og gera úr honum rétt að eigin vali með fyrirfram ákveðnu hráefni og súkkulaðieftirrétt.

Rétturinn sem við matreiddum voru pönnusteiktar kjúklingabringur og rúlluðum við skinninu í heilu lagi utan um lærin og afskurðinn. Í meðlæti voru sætar kartöflur sem búið var að stinga út í bolla og fylla með linsubaunaragú sem var toppað með örvarrótarkexi.“

Með kokkablóð í æðum

Halldór á ekki langt að sækja áhuga sinn á eldamennsku því faðir hans, Hafliði Halldórsson, er margverðlaunaður matreiðslumeistari og var um tíma þjálfari og fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f