Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands, frá vinstri: Anna María Lind Geirsdóttir, Anna María Flygenring, Guðni Ásæll Indriðason, Birna Kristín Baldursdóttir og Guðný Ívarsdóttir.
Fréttir 10. október 2019

Hafrasæðingastöð tekur til starfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið tók til starfa hafra­sæðinga­stöð Geitfjár­ræktarfélags Íslands í Þórulág á Hvanneyri og eru það mikil tímamót fyrir geitfjárrækt á Íslandi og mikilvægur þáttur í varðveislu geitastofnsins.

Hafrasæðingastöðin mun skjóta styrkum stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og lang­tíma varð­veislu erfðaefnis íslenska geita­stofnsins. Varnarlínur vegna sauðfjársjúkdóma hafa takmarkað mjög flutning lifandi dýra milli varnarhólfa og þá munu sæðingar þjóna mikilvægu hlutverki í að sporna við hinni miklu skyldleikarækt sem víða hefur gengið nærri stofninum. Sæðisbanki mun þjóna sem mikil­vægt öryggisnet verði stofninn fyrir verulegum skakkaföllum hvað varðar stofnstærð og erfðabreyti­leika. Reynsla er komin á geitfjársæðingar, en haustið 2010 var í fyrsta sinn á Íslandi fryst sæði úr geithöfrum.

Hafrasæðingastöðin rúmar tíu gripi í einstaklingsstíum og fer einkar vel um gripina, að sögn Birnu Kristínu Baldursdóttur, sem situr í stjórn Geitfjárræktarfélags Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f