Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gröf
Bóndinn 27. júní 2019

Gröf

Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir tóku við búskapnum í Gröf í Skaftártungu vorið 2018 af foreldrum Jóns Atla; Ólöfu Rögnu og Jóni Geir.

Býli:  Gröf.

Staðsett í sveit:  Í Skaftártungu.

Ábúendur: Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum Melkorku Sif, 8 mánaða. Svo eru 2 aðrir ættliðir í sama húsi, foreldrar Jóns Atla, bróðir og amma og afi.

Stærð jarðar?  49 ha ræktaðir en jörðin er 643 ha að heildarstærð.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 420 fjár og smalahundarnir Röskva og Títla.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar hefjast á kaffibolla, annars eru þeir mjög óhefðbundnir í búskap.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema að gefa heimagöngunum. Sauðburður og göngur/réttir toppa allt!

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonum að við verðum starfandi og á góðu róli.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Við erum þakklát fyrir fólkið sem sinnir þeim störfum og viljum samheldni.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi mun honum ganga vel og að það verði meira jákvætt tal heldur en neikvætt. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er bara spurning hvenær með lambakjötið ... það er svo gott. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Túristasinnep, rjómi fyrir ísvélina og smjörvi, svona 13 dósir.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Léttreyktur lambahryggur er veislukostur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við þurftum að bruna beint heim af fæðingardeildinni til að finna fyrstu lömbin á sláturbíl það haustið.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...