Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Mynd / Friðþjófur Árnason
Líf og starf 12. júlí 2021

Grenlækur að þorna upp - mjög alvarlegt ástand

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um síðustu mánaðamót bárust Hafrannsóknastofnun fregnir af vatnsþurrð í Grenlæk í Landbroti. Við vettvangsskoðun 3. júní kom í ljós að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir.
Þegar er ljóst að vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatns­þurrðar­innar nú, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. „Síðar mun koma í ljós hve alvarlegur skaði hefur orðið á fullorðnum sjóbirtingum, en líkur eru til að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er enn til staðar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Í stöku polli var að sjá lifandi fiska og ljóst að þeir eiga ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrir þá sem ekki vita þá er Grenlækur frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. Rennslinu út á Eldhraun er stýrt. Á því svæði sem nú er á þurru eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...