Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Góður traktor gulli betri
Fréttir 24. júlí 2014

Góður traktor gulli betri

Þegar rækta á skóg er gott að eiga góðan traktor og hann þarf hvorki að vera 200 hestöfl eða glænýr úr kassanum. Þetta veit Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vestur-Hópi, sem keyrir öllum sínum plöntum út í skógræktarsvæðið á forláta Massey Ferguson 35x, trúlega árgerð 1964.

Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan, sem gerir hann stöðugan og eykur flotið. Tvöföldunin nýtist vel á skógarslóðunum á vorin sem eru oft blautir og illir yfirferðar og einnig þegar þarf að hossast um móana við girðingaviðhald. Þorvaldur nýtir traktorinn líka til slóðagerðar um skógræktarlandið. Við það verk er settur tætari aftan í traktorinn og tönnin að framan á virkar vel til að leggja nýjar slóðir og laga þá eldri.

Skógrækt hófst á Grund II árið 2009 og árlega hefur Þorvaldur sett niður á bilinu 9.000–15.000 plöntur með aðstoð góðra manna. Þetta kemur fram á vefnum skogarbondi.is. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...