Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason, Íslandsmeistarar í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum.
Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason, Íslandsmeistarar í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum.
Mynd / Nicki Pfau
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. júní–29. júní. Öll umgjörð mótsins var hin glæsilegasta og skiptust á skin og skúrir sem setti svip sinn á mótið.

Ég held það sé á engan hallað þegar haldið er fram að Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfða hafi verið stjörnupar mótsins en þau stóðu efst eftir forkeppni í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti. Mættu þau í tvenn úrslit á sunnudeginum þar sem þau unnu fjórganginn og voru alveg við það að landa titli í töltinu þegar skeifa fór undan og þau þurftu að ljúka keppni. Urðu þau jafnframt Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum en þetta er annað árið í röð sem þau landa þeim titli. Ásmundur Ernir var einnig Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla.

Heimsmet í 250 m skeiði

Heimsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk er líka einn af hápunktum mótsins en þeir settu heimsmet í 250 m skeiði með tímanum 21,06 sek. Bættu þeir fjögurra ára gamalt met Daníels Inga Smárasonar og Huldu fran Margretehof um 0,01 sek. Urðu þeir einnig Íslandsmeistarar í 100 m skeiði með tímann 7,40 sek. Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá StóraVatnsskarði unnu 150 m skeið á tímanum 13,93 sek. sem er jafnframt besti tími þeirra í greininni. J

akob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti urðu Íslandsmeistarar í tölti en þeir unnu einnig silfur í fjórgangi. Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað urðu Íslandsmeistarar í slaktaumatölti og Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Sumarliðabæ í fimmgangi. Gæðingaskeiðið unnu þau Árni Björn Pálsson og Álfamær frá Prestsbæ.

Ungmennin stóðu sig með sóma

Í ungmennaflokki skiptust þau, Védís Huld Sigurðardóttir og Jón Ársæll Bergmann á að vinna titlana í hringvallargreinunum. Védís Huld vann tölt og fjórgang á Ísaki frá Þjórsárbakka og Jón vann slaktaumatöltið á Díönu frá Bakkakoti og fimmganginn á Hörpu frá Höskuldsstöðum en hann varð jafnframt Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Halldóru frá Hólaborg.

Í skeiðinu varð Kristján Árni Birgisson tvöfaldur Íslandsmeistari, annars vegar í gæðingaskeiði á Súlu frá Kanastöðum og í 100 m skeiði á Kröflu frá SyðriRauðalæk. Sara Dís Snorradóttir varð Íslandsmeistari í 250 m skeiði og í 150 m skeiði var það Sigurbjörg Helgadóttir á Hörpurós frá Helgatúni. Þórgunnur Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Djarfi frá Flatatungu.

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fer fram dagana 17–20. júlí á Hraunhamarsvellinum á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...