Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. október 2021

Glæsileg hrútasýning á Flúðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Sýningin tókst mjög vel, hér var mikið af fólki að fylgjast með og bændur og búalið komu með brot af því besta úr fjárhúsunum sínum á sýninguna.

Allur áhugi á sauðfjárrækt hér í sveitinni og víðar um landið er greinilega að vaxa mjög mikið, sem er algjörlega frábært,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna, en félagið stóð fyrir glæsilegri hrútasýningu í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 16. október. 

Jökull Helgason á Ósabakka og Sigurfinnur Bjarkarson voru dómarar dagsins.

Stjórnarmenn í Sauðfjárræktarfélagi Hrunamanna klæddu sig upp á í tilefni dagsins. Frá vinstri, Atli Geir Scheving, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Árni Þór Hilmarsson, formaður.

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra í Syðra Langholti, og presturinn í sveitinni, Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna, voru að sjálfsögðu mættir á hrútasýninguna.

Skylt efni: hrútasýning

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...