Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Systkinin í Árholti, þau Guðrún Gunnarsdóttir (Gurra) og Jón Gunnarsson. Með þeim á myndinni eru Jóhanna Heiður Kristjánsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson. /Atli Vigfússon
Líf og starf 20. mars 2014

Glæsileg fjárhús vígð í Árholti á Tjörnesi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Það var mikið um dýrðir í Árholti á Tjörnesi laugardaginn 8. mars þegar Jón Gunnarsson bóndi bauð fólki að skoða glæsileg ný fjárhús sem hafa verið í byggingu síðan í haust og eru nú tilbúin til notkunar. Um er að ræða allt að 400 kinda hús með gjafagrindum og var ekki annað að sjá en að ærnar kynnu mjög vel við sig á nýja staðnum.

Jón bóndi hefur staðið í framkvæmdunum, en með hjálp vina og vandamanna hefur gengið mjög vel undanfarið að ganga frá húsinu að innan. Hann er að vonum mjög ánægður með þessa byggingu, sem gjörbreytir allri vinnuaðstöðu í Árholti og veitir honum möguleika á því að fjölga fénu. Mun hann þó áfram nýta eldri fjárhúsin og því er plássið orðið mikið sem hann hefur fyrir bústofninn.

Mjög margt fólk kom í Árholt í tilefni dagsins og voru systur Jóns með veitingar þ.e. heita súpu með ýmsu góðgæti og konfekt sem fólk kunni vel að meta. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f