Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps á fundi.
Mynd / aðsend
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið APRÓ.

Verkefnið felur í sér innleiðingu sérsniðinnar gervigreindarlausnar sem ætlað er að styðja við daglega starfsemi, efla skilvirkni og bæta þjónustu við íbúa.

Gervigreindarlausnin er hýst í öruggu umhverfi þar sem sveitarfélagið heldur fullu eignarhaldi á gögnum sínum. Starfsfólk fær fræðslu og leiðbeiningar um ábyrga og markvissa notkun gervigreindar. Samhliða þessu hefur sveitarfélagið samþykkt stefnu um notkun gervigreindar og upplýsingaöryggi fyrir sveitarfélagið Grímsnes- og Grafningshrepp.

„Ég fagna mjög þessu samstarfi og tel mikilvægt að sveitarfélögin setji sér stefnu um notkun gervigreindarinnar um leið og þau skapi starfsfólki góð skilyrði til að vinna með gervigreindina í öruggu umhverfi því hún er komin til að vera,“ segir Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, sveitarstjóri Grímsnesog Grafningshrepps, í fréttatilkynningu.

Hún bætir við að ákvörðunin um að taka þátt í verkefninu sé liður í markvissri stefnu sveitarfélagsins um að nýta tækni til að bæta þjónustu og styðja við starfsfólk. „Með því að prófa þessa lausn í öruggu umhverfi getum við bæði aukið skilvirkni og fengið betri yfirsýn yfir hvernig gervigreind getur orðið raunverulegt hjálpartæki í daglegu starfi sveitarfélagsins,“ segir Fjóla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f