Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Fréttir 29. október 2018

Geigvænleg fækkun skordýra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi hefur skordýrum þar í landi fækkað um þrjá fjórðu á síðustu 25 árum. Svo mikil fækkun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir lífkerfið í heild. 
 
Skordýr af öllum stærðum og gerðum eru nauðsynlegur hluti af vistkerfinu hvort  sem það eru frjóberar eða fæða fyrir fugla og önnur dýr. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾ á síðustu 26 árum. Reikna má með að tölur um fækkun skordýra í öðrum löndum séu svipaðar. Helsta orsök fækkunarinnar er sögð vera notkun á skordýraeitri og breytingar í veðri af völdum hlýnunar jarðar. Aukinn landbúnaður, sem óhjákvæmilega dregur úr líffræðilegri fjölbreytni, er einnig sagður drjúg ástæða fyrir fækkun skordýra. 
 
Skordýrafræðingar víða um heim hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir fækkun skordýra í heiminum og segja að ef fækkun þeirra haldi áfram verði afleiðingarnar geigvænlegar. Þeir segja að til að rétta hlut skordýra verði að friða stór landsvæði fyrir þau og helst að gera landbúnaðarland fjölbreyttara með fjölbreyttari ræktun. 
 
Það sem gerir niðurstöðu rannsóknarinnar enn ógnvænlegri er að hún fór að mestu fram á náttúruverndarsvæðum og friðlandi þar sem búast má við að finna meira af skordýrum en í borgum og á landi sem notað er undir landbúnað og ræktun. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...