Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Sigga á Grund með heiðursviðurkenningarskjal á milli þeirra Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra Flóahrepps, og Árna Eiríkssonar oddvita.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 24. júní 2024

Fyrsti heiðursborgari Flóahrepps

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, eða Sigga á Grund eins og hún er alltaf kölluð, var gerð að fyrsta heiðursborgara Flóahrepps á dögunum.

Sigga varð áttræð þann 30. maí síðastliðinn og hélt þá fjölmenna veislu á veitingastaðnum Vatnsholti í Flóa þar sem hún tók við heiðursnafnbótinni.

Sigga er útskurðarmeistari á heimsmælikvarða og liggja listaverk hennar víðs vegar innan lands sem utan.

„Það er alveg ljóst að Sigga á Grund hefur með verkum sínum stuðlað að jákvæðri ímynd sveitarfélagsins og er ævistarf hennar í listinni stórkostlegt afrek í þágu lands og þjóðar,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

Meðal þekktra verka Siggu er útskurður á gangtegundum íslenska hestsins og fundarhamar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Sigga á Grund, með einn af hestunum sínum en hún hefur skorið út allar íslensku gangtegundirnar. Geri aðrir betur. Mynd / mhh

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...