Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 15. desember 2020

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Bein útsending verður frá fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði á morgun miðvikudag klukkan 09:30. Stofnfé sjóðsins nemur 500 milljónum króna sem verða nú til úthlutunar, en 263 umsóknir bárust í alla fjóra styrkjaflokkana.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni frá úthlutuninni í gegnum vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins:

Beint streymi

Fjórir styrkjaflokkar

Styrkjaflokkarnir nefnast Kelda, Afurð, Bára og Fjársjóður.

  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. 
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. 
  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. 
  • Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. 

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Skylt efni: matvælasjóður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...