Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Innviðaráðherra kom nýlega við hjá hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar (GTS) á Selfossi og vígði þar nýja 49 manna rafmagnsrútu með því að taka smá rúnt á henni. GTS ætlar sér að rafmagnsvæða allar rútur fyrirtækisins, sem eru um 40 talsins, á næstu fimm árum.
Mynd / MHH
Fréttir 20. júní 2023

Fólksbílaflotinn ber ábyrgð á 64% losun og hópferðabílar 6%

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórn Íslands hefur sett loftslagsmál í forgang og kynnt sérstaka aðgerðaáætlun þar að lútandi.

Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% eða meira til 2030 og stefnt er að kolefnishlutleysi árið 2040 með markvissum aðgerðum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segir að til þess að ná þessu marki þurfi samhent átak stjórnvalda og stofnana með þátttöku allra í samfélaginu, ekki síst öflugra fyrirtækja.

Einstaklingar taka einnig þátt í verkefninu með ýmsum hætti en gera einnig skýrar kröfur um að tekið verði fast á málum. Með auknum umsvifum á síðustu árum, ekki síst í ferðaþjónustu, hefur bílafloti hópferðafyrirtækja stækkað.

„Samkvæmt ökutækjaskrá hjá Samgöngustofu eru alls 3.148 hópbifreiðar í landinu en undir þann ökutækjaflokk falla raunar bæði rútur og allir almenningsvagnar. Við vitum líka að nær allur hópbifreiðaflotinn hefur verið knúinn með dísel, eða 2.996 ökutæki, en 120 eru bensínbílar. Nokkrar rútur eru knúnar með metan eða lífdísil og fimmtán strætisvagnar eru rafknúnir eftir því sem ég veit best,“ segir Sigurður Ingi.

Hann segir að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum hafi verið metin og árið 2021 báru hópferðabílar ábyrgð á 6% af heildarlosuninni. 

Flutningabílar bera ábyrgð á 19% og sendibílar 11% en býsna stór fólksbílafloti landsmanna ber ábyrgð á 64% af heildarlosuninni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...