Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fljótsbakki
Bóndinn 2. nóvember 2017

Fljótsbakki

Þórarinn tekur við búinu af ömmu sinni, Sólveigu Þórarinsdóttur, og afa sínum, Guðmundi Jóhannssyni, 1. júní 2009.  
 
Voru þá 18 kýr, 12 geldneyti og 70 ær. Geldneytahús var byggt 2012 fyrir 110 gripi, básum fjölgað í fjósinu og fjárhús byggð 2016 fyrir 300 ær (eru reyndar enn á byggingarstigi). 
 
Býli:  Fljótsbakki.
 
Staðsett í sveit:  Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Þórarinn Páll Andrésson og Indíana Ósk Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þórarinn og Indíana eiga samanlagt 7 börn, Jónas Helgi 12 ára, Kristbjörn Logi 11 ára, Anna Guðlaug 8 ára, Sólveig Björg 7 ára, Sólrún Líf 5 ára, Andríana Margrét 4 ára og sá yngsti er fæddur 5. október síðastliðinn. Hundurinn Brúnó og heil ósköp af fjósköttum.
 
Stærð jarðar?  Um 410 ha, þar af 74 ha ræktaðir og um 64 ha af túnum nýttir á öðrum jörðum.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 24 mjólkurkýr, 130 geldneyti, sauðfé um 250, 5 (flóð) hestar, 1 hani og 24 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Farið í fjós milli 6 og 7, svo koma krakkaskaranum af stað í skólann og fleygja í ærnar. Þórarinn vinnur mikið utan heimilis við alls konar störf, rúllun, skítakstur og afleysingar fyrir bændur svo eitthvað sé nefnt. Indíana vinnur í Landstólpa á Egilsstöðum. Farið í kvöldfjós milli 6 og 8 og kíkt í fjárhúsin (fer eftir því hvenær bóndinn er heima).
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekki til leiðinlegt starf í sveitinni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi verður risið nýtt fjós, 2–3 sinnum fleiri kýr og fénu fjölgað.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Teljum að það megi gera talsvert betur í þeim málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef Viðreisn kemur ekki nálægt landbúnaðarráðuneytinu.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru í lambakjöti og skyri, ef menn halda rétt á spilunum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ísskáparnir eru alltaf sneisafullir, enda margir munnar sem þarf að metta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Reykt kindabjúgu og reykt folaldakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar vatnsleiðslan í loftinu í nautahúsinu sprakk á nýársdag og 10–15 sentimetrar af vatni var á fóðurganginum sem gefið var vel á kvöldið áður. 
20 stiga frost úti og gripirnir rennandi blautir sem þar stóðu næstir.
 
 
 

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...