Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson.
Katla frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson.
Mynd / GHP
Fréttir 29. október 2019

Fjórtán bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2019

Höfundur: Ritstjórn

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 30 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu.

Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi, í ár voru þrjú bú jöfn í tólfta sæti og eru búin því 14 í ár. Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Félags hrossabænda, fhb.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2019 sem haldin verður á Hótel Sögu laugardaginn 2. nóvember næstkomandi og byrjar kl. 14:00. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem einnig verður haldin á Hótel Sögu um kvöldið.
 

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:

  • Fet, Karl Wernersson
  • Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
  • Hafsteinsstaðir, Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson
  • Hlemmiskeið 3, Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir
  • Hólabak, Björn Magnússon
  • Höfðabakki, Sigrún Kristín Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson
  • Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
  • Rauðalækur, Eva Dyröy, Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Kristján G. Ríkharðsson
  • Stóra-Hof, Bæring Sigurbjörnsson og Kolbrún Jónsdóttir
  • Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
  • Strandarhjáleiga, Sigurlín Óskardóttir, Þormar Andrésson og fjölskylda
  • Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson
  • Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson
  • Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...