Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aldís Sigfúsdóttir, sem á heiðurinn af Fischersetrinu á Selfossi, Friðrik Ólafsson, stórmeistari og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, eru hér við gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði. Fjöldi fólks, ekki síst erlendir ferðamenn, koma að gröfinni á hverju ári.
Aldís Sigfúsdóttir, sem á heiðurinn af Fischersetrinu á Selfossi, Friðrik Ólafsson, stórmeistari og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, eru hér við gröf Fischers í Laugardælakirkjugarði. Fjöldi fólks, ekki síst erlendir ferðamenn, koma að gröfinni á hverju ári.
Mynd / MHH
Líf og starf 26. júlí 2023

Fischersetri fagnað

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fischersetrið á Selfossi varð tíu ára þann 9. júlí síðastliðinn.

Af því tilefni lögðu þeir Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari okkar Íslendinga, og Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, blómsveig að gröf Bobby Fischers í kirkjugarði Laugardæla. Eins og flestir ef ekki allir vita þá varð Fischer heimsmeistari í skák í Reykjavík sumarið 1972 þegar hann lagði að velli ríkjandi heimsmeistara, Boris Spassky, frá Sovétríkjunum. Einvígi þeirra er alla jafna kallað einvígi aldarinnar. Bobby Fischer lést 17. janúar 2008, 64 ára að aldri. Hann var jarðsettur í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Fischersetrinu.

Sæmundur Pálsson, eða Sæmi rokk eins og hann er alltaf kallaður, var mikill vinur Fischers en hér er hann að segja frá vináttu þeirra félaga í athöfninni í Laugardælakirkju. Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson fylgist spenntur með.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...