Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Leiðbeinendur Minjasafns Austurlands kenndu börnum í 5. bekk Egilsstaðaskóla að kemba þel, búa til lyppu úr kembunni og spinna band á halasnældu. Þau fengu líka að taka í rokk.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 13. desember 2023

Fimmtubekkingar undu sér vel við tóvinnuna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Börn á Egilsstöðum kynntu sér tóvinnu í haust á Minjasafni Austurlands en þar voru settar á laggirnar sérstakar tóvinnusmiðjur.

Caption

„Við stóðum í haust fyrir tóvinnusmiðjum þar sem 5. bekkur í Egilsstaðaskóla mætti til okkar og fékk að kynnast ullarvinnslu,“ segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands. Krakkarnir, sem voru rúmlega 40 talsins, komu þrisvar sinnum á safnið og lærðu að taka ofan af, kemba þelið, búa til lyppu úr kembunni og síðast en ekki síst að spinna band úr lyppunni á halasnældu. „Við renndum algjörlega blint í sjóinn og vissum ekki hvort börn í dag hefðu nokkurn áhuga á svona vinnu eða gætu þetta yfir höfuð. Svo kom á daginn að krakkarnir voru mjög áhugasöm, áttu ekki í vandræðum með að tileinka sér þessa færni og náðu oftar en ekki að gleyma sér alveg við iðjuna,“ segir Elsa Guðný jafnframt.

Leiðbeinendur í smiðjunni voru Eyrún Hrefna Helgadóttir og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, starfskonur safnsins, en auk þeirra kom Emma Charlotta Ärmänen frá Hallormsstaðaskóla í heimsókn og sýndi hvernig spunnið er á rokk og leyfði krökkunum að prófa. „Krakkarnir náðu öll að spinna í góðan hnykil, eftir að hafa tekið ofan af og kembt, sem þau máttu svo taka með sér heim og vinna úr á sinn hátt,“ segir Eyrún Hrefna Helgadóttir, þjóðfræðingur og menningarmiðlari hjá Minjasafninu.

Smiðjan var, að sögn Elsu Guðnýjar, hluti af dagskrá safnsins í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, sem haldin er á hverju hausti.

„Undanfarin ár höfum við hér á safninu boðið grunnskólunum á svæðinu upp á smiðjur í tengslum við hátíðina þar sem unnið er með menningararfinn á skapandi hátt. Í ár ákváðum við að leggja áherslu á óáþreifanlegan menningararf og bjóðum grunnskólunum hér í Múlaþingi upp á þrjár mismunandi smiðjur, eftir því hvað hentaði hverjum skóla,“ segir hún að lokum.

Skylt efni: Egilsstaðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f