Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá Flateyjarbúinu.
Frá Flateyjarbúinu.
Mynd / TB
Fréttir 18. nóvember 2016

Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru:
 
Kúabúið Flatey á Mýrum, Hornafirði, er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra.  
 
Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 
 
Þverholtsbúið á Mýrum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum.
 
Birtingaholt 1 í Hrunamannahreppi er fjórði stærsti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn.
 
Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar  Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f