Reynisrétt við Akranes, mynduð af Önnu Fjólu.
Reynisrétt við Akranes, mynduð af Önnu Fjólu.
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti að undirbúa útgáfu bókar um réttir á Íslandi.

Feðginin, Anna Fjóla og Gísli B. Björnsson. Mynd / Aðsend

Þau hafa lengi unnið saman að ýmsum verkefnum en Gísli, sem er grafískur hönnuður, gaf til dæmis út bókina „Íslenski hesturinn“, þar sem Anna Fjóla átti fjölda mynda en hún er ljósmyndari.

Nýja bókin verður fyrst og fremst ljósmyndabók þar sem hver rétt er mynduð og sýnd hvernig hún liggur í landslaginu. Margar eru mikil mannvirki, fallegar og umhverfi þeirra stórkostlegt.

Réttir á Íslandi

„Þetta er fyrst og fremst bók um réttir á Íslandi. Sameiginlegur áhugi á fallegum formum og hleðslum og einnig því sem íslenskt er, varð kveikjan að þessu verkefni. Við höfum í áratugi haft gaman af formi rétta en með tilkomu drónatækni gafst tækifæri til að mynda þær úr lofti sem sýnir best form þeirra. Þetta ferli hófst fyrir 4 árum, í smáu sniði þó. Ég eignaðist dróna og myndaði réttina sem er næst mér, Dælarétt í Flóa. Síðan ákvað ég að mynda næstu og svo næstu. Þegar ég svo lagðist í skipulagða leit, bæði með því að skoða byggðasögu, hringja í bændur um allt land með því að skoða kort, bættist endalaust við og núna teljum við okkur vera með í höndunum myndir og heimildir um merkilegt safn minja. Við höfum líka haldið utan um GPS-númerin á þeim sem við höfum fundið,“ segir Anna Fjóla aðspurð um bókina um réttirnar.

Fyrst og fremst ljósmyndabók

En er vitað hvað það er margar réttir í landinu? „Nei, enginn virðist hafa yfirlit yfir heildarfjölda í landinu og ekki gátu minjaverðir um allt land bent mér á neitt nema Magnús A. Sigurðsson, minjavörður á Vesturlandi, sem var sá eini sem svaraði erindi mínu og gaf mér upplýsingar. Þegar ég fór skipulega að leita bættust fleiri og fleiri við og eru núna komnar heimildir á blað um 1.000 réttir. Þær eru vissulega misglæsilegar, sumar litlar, jafnvel aðeins stekkir, en heita þó réttir. Það eru stekkir um allt land og ekki ætlunin að mynda þá heldur réttir sem eru meira en 2–3 dilkar,“ segir Anna Fjóla.

Búin að mynda 600 réttir

Nú er Anna Fjóla búin að mynda um 600 réttir og stefnir hún á að mynda afganginn næsta sumar en umbrot bókarinnar er í vinnslu og efnisöflun við myndatexta verður verkefni vetrarins hjá feðginunum. „Við stefnum á útgáfu bókarinnar í lok næsta árs en ef það eru einhver eða einhverjir þarna úti, sem vilja styðja okkur við þetta risaverk þá má alltaf senda mér póst á afjola@simnet.is og það verður líka hægt að panta bók eða bækur hjá mér,“ segir Anna Fjóla spennt.

Upplýsingar um einstaka réttir

Feðginin yrðu mjög þakklát ef þeir sem þekkja til ákveðinna rétta myndu hafa samband og leyfa þeim að fá þær upplýsingar. „Við erum að reyna að finna aldur réttanna hvenær þær voru byggðar og í hversu langan tíma þær voru notaðar. Voru þetta lögréttir eða skilaréttir? Það er alveg ljóst að listinn er ekki tæmandi enda er ég ekki bundin af því að skila heildarlista yfir allar réttir landsins. Það verk ætti að heyra undir opinbera aðila sem hafa atvinnu af því að halda utan um merkar minjar í hverri sveit. Ég er enn að finna réttir, aðallega inn til landsins, sem virðast vera gleymdar. Svo ef einhver veit um gullmola í sinni sveit má láta mig vita,“ segir Anna Fjóla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f