Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðbrandur Stígur Ágústsson hrossaræktandi (t.v.) ásamt þremur afkvæmum undan Álöfu frá Ketilsstöðum. Hann stendur hjá Stardal en í hann heldur Benjamín Sandur Ingólfsson. Í miðjunni standa Stormur og Mara Dieckmann. Sá blesótti er Steinar sem Flosi Ólafsson heldur í ásamt Brynhildi Arthúrsdóttur.
Guðbrandur Stígur Ágústsson hrossaræktandi (t.v.) ásamt þremur afkvæmum undan Álöfu frá Ketilsstöðum. Hann stendur hjá Stardal en í hann heldur Benjamín Sandur Ingólfsson. Í miðjunni standa Stormur og Mara Dieckmann. Sá blesótti er Steinar sem Flosi Ólafsson heldur í ásamt Brynhildi Arthúrsdóttur.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á Landsmóti hestamanna. Þrátt fyrir að fara lítið á hestbak á hrossarækt hug og hjarta Guðbrands Stígs Ágústssonar.

Álöf frá Ketilsstöðum var þriggja vetra gömul þegar Olil Amble og Bergur Jónsson, á Syðri- Gegnishólum, buðu Guðbrandi Stígi að eignast merina. Hann, sem hafði þá unnið í auglýsinga- og markaðsmálum fyrir hrossa- ræktendurna, þáði boðið. Álöf er undan Álfi frá Selfossi og Hefð frá Ketilsstöðum.

„Álfadís, móðir Álfs, er magnaðasta meri allra tíma. Ketilsstaðahrossin eru langræktuð, myndarleg og kraftmikil hross. Þegar maður gat sameinað þetta tvennt í eina meri hafði ég trú á að úr því gæti orðið eitthvað gott, og svo varð raunin,“ segir Guðbrandur Stígur.

Hann fer þó sjálfur lítið á bak og byrjaði seint í hestamennsku. „Konan mín, Brynhildur Arthúrsdóttir frá Syðri-Vík í Vopnafirði, er mikil hestakona og dró mig inn í lífsstílinn. Ég er ekki mikill reiðmaður en hef ofsalega gaman af ræktunarhlutanum, þar liggur mitt áhugasvið. Á meðan vinir mínir eru úti á golfvelli þá er ég að sniglast í hestunum. Mér finnst svo skemmtilegt að para saman einstaklinga og sjá hvernig það kemur út. Svo þegar vel gengur þá fer maður svolítið með himinskautum.“

Álöf hlaut fyrstu verðlaun í kynbótadómi þegar hún var sýnd á Landsmóti hestamanna árið 2012 og fór svo í folaldseign. „Ég hef reynt að vanda mig vel og velja góða hesta með henni. Ég reyni að horfa til þess að hafa heillast af viðkomandi hesti í reið. Svo horfir maður á kynbótamatið og leitar ráða hjá sér reyndari mönnum.“

Guðbrandur segist auk þess hafa verið heppinn með tamningafólk sem fylgir hrossunum eftir.

Álöf frá Ketilsstöðum á Landsmóti í Reykjavík árið 2012. Knapi er Bergur Jónsson. Mynd/Einkasafn

Afkvæmi kennd við Stíghús

Álöf hefur nú átt tíu afkvæmi, þrjár hryssur og sjö hesta og hlaut hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2022. Afkvæmin eru kennd við Stíghús og hafa sex þeirra hlotið kynbótadóm.

„Þetta eru meira og minna allt gæðingar. Þetta er einstök meri sem gefur ofsalega traust geðslag og góðar gangtegundir. Hún hefur reyndar átt of mikið af hestum, heldur minna af merum, en það er svona,“ segir Guðbrandur Stígur en uppskeran er þó drjúg. Fjórir synir Álafar voru með þátttökurétt á Landsmóti hestamanna, tveir í kynbótasýningum og tveir í keppnisgreinum.

Steinar, undan Hrannari frá Flugumýri, keppti í fimmgangi og slakataumatölti. Knapi hans er Flosi Ólafsson. Stormur, undan Arði frá Brautarholti, var svo hestur Möru Dieckmann í ungmennaflokki. Guðbrandur Stígur segir þá báða vera flotta keppnishesta en hann lét þá báða fyrir nokkrum árum. „Tveir vinir mínir úr Skagafirði, smiðirnir Sæmundur og Hannes, hjálpuðu mér við að klára hesthúsið mitt upp í Almannadal. Í staðinn opnaði ég gullkistu Stíghúss og þeir fengu að gramsa og velja sér hross fyrir vikið. Þeir völdu Storm og Steinar og ég hef alltaf sagt við þá eftir á að þeir hafi aldrei nokkurn tímann verið á eins góðu kaupi og munu aldrei vera,“ segir Guðbrandur Stígur og hlær.

Bræður og framtíðin

Stóðhesturinn Stardal, undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum, var svo sýndur í elsta flokki stóðhesta.

Hann hlaut einkunnina 8,49 en knapi hans var Benjamín Sandur Ólafsson.
Krúnudjásn í ræktun Guðbrands Stígs, brúnskjótti stóðhesturinn Steinn, átti svo að koma fram í flokki 6 vetra stóðhesta. Hann slasaðist hins vegar eftir kynbótasýningu í vor og þurfti að gangast undir aðgerð og kom því miður ekki fram. „Steinn er gríðarlega flottur klárhestur með tíu fyrir brokk og 9,03 í einkunn fyrir hæfileika án skeiðs,“ segir ræktandinn.

Á Landsmóti hestamanna gefst áhorfendum tækifæri á að sjá bestu hross landsins á fáeinum dögum. Þetta er því gósentíð hrossaræktandans og örugglega úr vöndu að ráða þegar velja á stóðhest með góðu heiðursverðlaunamerinni sinni.

„Ég fór með Álöfu til Vökuls frá Efri-Brú í vor í þeirri von að eignast alsystkini Steins. En ef hún er ekki fylfull þá er ég mikið að spá í Hrók frá Skipaskaga. Það er hrikalega flottur gæðingur sem Jón og Sigurveig vinir mínir eiga,“ segir Guðbrandur Stígur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f