Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi
Fréttir 11. desember 2014

Fæðingargallar, krabbamein og getuleysi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hormónaraskandi efni finnast í lágum styrk í fjölda venjulegra heimilisvara. Efnin geta haft áhrif á hormónakerfi líkamans. Áhrif þeirra eru margvísleg, allt frá fæðingargöllum af ýmsu tagi og efnaskiptavandamálum til krabbameina.

Efnin geta einnig haft áhrif á þroska fóstra í móðurkviði frá getnaði til myndunar fullþroska nýbura sem og á kynþroska barna og unglinga. Hormónaraskandi efni hafa einnig víðtæk áhrif í umhverfinu og á öll spendýr, en mest er athyglin á skaðsemi þeirra á sæðisframleiðslu karla, kyngetu og krabbameina í eistum, blöðruhálskirtli og brjóstum.

Móta aðgerðir til að stemma stigu
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur fyrir hönd umhverfisráðherra á Norðurlöndum, sent framkvæmdastjórum umhverfis-, heilsu- og neytendamála hjá Evrópusambandinu hvatningu um að móta aðgerðir til að stemma stigu við hormónaraskandi efnum í vinnu við áætlun um eiturefnalaust umhverfi árið 2018. Þetta er gert til að fylgja eftir nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem áhrif efnanna eru greind og mat lagt á hvað það kostar samfélagið að hafast ekki að til að fyrirbyggja og draga úr notkun þeirra.

Til umræðu á fundi norræna umhverfisráðherra
Málið var til umræðu á fundi norrænu umhverfisráðherranna og var niðurstaða ráðherranna  sú að fela Sigurði Inga, sem formanni norræna ráðherraráðsins í umhverfismálum, að senda bréf varðandi það. Í þeim er hvatt til þess að Evrópusambandið grípi til aðgerða til að draga úr notkun og áhrifum hormónaraskandi efna.

Horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla
Í skýrslunni kemur fram að árlegur kostnaður Evrópuríkja af veikindaleyfum og auknu álagi á heilbrigðiskerfið vegna áhrifa hormónaraskandi efna nemi að minnsta kosti 4,5 milljörðum danskra króna.  Í skýrslunni er sérstaklega horft til áhrifa efnanna á kynheilsu karla svo sem krabbameins í eistum, ófullnægjandi sæðisgæða og tveggja tiltekinna fæðingargalla í kynfærum sveinbarna. Eru þá ótalin ýmis önnur áhrif efnanna á heilsu karla og kvenna.

Skýrsla norrænu ráðherranefndarinnar um hormónatruflandi efni – The Cost of Inaction    
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f