ESA kallar eftir frekari úrbótum
Fréttir 18. desember 2025

ESA kallar eftir frekari úrbótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

ESA gerði eftirfylgni-úttekt á Íslandi um velferð dýra við aflífun og kallar eftir frekari úrbótum í eftirliti og þjálfun.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur lokið eftirfylgni-úttekt á Íslandi vegna opinbers eftirlits með velferð dýra við aflífun í sláturhúsum. Segir í tilkynningu frá Matvælastofnun að úttektin hafi farið fram dagana 13.-16. október og tengist fyrri athugun frá árinu 2021. Skoðuð var starfsemi fjögurra sláturhúsa og tveggja umdæmisskrifstofa Matvælastofnunar.

Í úttektinni var fylgt eftir fimm athugasemdum sem stóðu út af frá fyrri skýrslu. Niðurstaðan er sú að þremur þeirra hefur verið lokað eftir úrbætur. Ein athugasemd er enn í framþróun og tengist áhættumati á sláturhúsum, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok næsta árs. Önnur athugasemd, sem snýr að þjálfunaráætlun stofnunarinnar, fékk ákvörðunina „úrbóta er enn þörf“. Matvælastofnun hyggst bæta úr innan sex mánaða.

Í nýlegri samantekt ESA var áréttað að íslensk stjórnvöld þyrftu að standa betur við skuldbindingar um vernd dýra við slátrun. ESA benti á að ákveðnar tillögur sem samið var um hefðu ekki verið innleiddar og kallaði eftir frekari aðgerðum til að tryggja velferð dýra í samræmi við reglur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...