Lífsýni úr nautgripum eru greind til að tryggja rekjanleika og uppruna nautakjöts í matvælakeðju.
Lífsýni úr nautgripum eru greind til að tryggja rekjanleika og uppruna nautakjöts í matvælakeðju.
Mynd / Bbl
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikakerfis fyrir nautakjöt byggðu á erfðamörkum. Kerfið gerir neytendum kleift að staðfesta uppruna kjöts með erfðagreiningu sem ekki er hægt að breyta.

Matís vinnur nú að alþjóðlegu rannsóknaverkefni sem ber heitið BLINK og hefur það að markmiði að þróa nýtt rekjanleikakerfi fyrir nautakjöt. Verkefnið er fjármagnað af EIT Food og hófst árið 2020 í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í Bretlandi og á Ítalíu. Markmiðið er að tryggja neytendum örugga leið til að staðfesta uppruna nautakjöts með erfðagreiningu, sem byggir á nýjustu tækni í erfðafræði.

Erfðastrikamerki fyrir hvern grip

Aðferðin felur í sér að við slátrun nautgrips er tekið lífsýni, til dæmis hár eða vefjasýni, sem sent er til rannsóknar. Þar er erfðaefni einangrað og greind þúsundir erfðamarka í hverjum grip. Út frá þessum upplýsingum er búið til einstakt erfðafræðilegt „strikamerki“ sem fylgir kjötinu alla leið til neytanda. Ólíkt hefðbundnum strikamerkjum er ekki hægt að breyta erfðamerkinu, sem tryggir hámarksöryggi í rekjanleika. Gögnin eru síðan skráð í gagnagrunn ásamt fylgigögnum, sem gerir kleift að sannreyna uppruna kjötsins hvar sem er í virðiskeðjunni.

Ný nálgun gegn matvælasvikum

Ef grunur vaknar um svik í keðjunni, til dæmis rangar upplýsingar á umbúðum, er hægt að senda kjötsýni í erfðagreiningu og staðfesta hvort uppruni þess stemmir við skráðar upplýsingar. Aðferðin er frábrugðin hefðbundnum tegundagreiningum sem áður voru notaðar til að afhjúpa kjötsvindl í Evrópu, þar sem aðeins var greint hvort kjötið væri úr hrossi eða nauti. Með BLINK er hægt að rekja kjötið til einstakra gripa, sem eykur gagnsæi og traust í matvælakeðjunni.

Verkefnið byggir á sömu tækni og stefnt er á að nýta í erfðamengjaúrvali í íslenska kúakyninu á næstu árum. Þróunin er talin stórt skref í átt að auknu öryggi og ábyrgð í matvælaframleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...