Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman á síðustu árum, þegar rýnt er í sláturtölur Matvælastofnunar.

Um 26 þúsund færri dilkar hafa komið til slátrunar á síðustu tveimur árum og samtals hefur lambakjötsframleiðslan dregist saman um 475 tonn á sama tíma. Um 95 þúsund færri sláturlömb voru færð til slátrunar í haust miðað við árið 2020.

Byrjaði með verðfallinu 2017

„Jú, það er rétt að kindakjötsframleiðsla er á krossgötum hvað það varðar að það er ekki sjálfgefið að framleiðslan dekki innanlandsþörfina. Sú þróun byrjaði eftir verðfallið 2017 og það lága afurðaverð sem greinin bjó við árin þar á eftir,“ svarar Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, þegar hann er spurður um stöðu greinarinnar.

„Talsverðar leiðréttingar hafa hins vegar orðið á afurðaverði allra síðustu árin en þá er það tíðarfarið sem hefur verið óhagstætt greininni, sérstaklega árið 2024, sem hafði mikil áhrif á framleiðslu ársins 2025,“ heldur Eyjólfur áfram.

Meira sett á af gimbrum

„Það dró heldur úr slátrun á fullorðnum ám milli áranna 2024 og 2025. Af samtölum við bændur síðustu vikur hef ég á tilfinningunni að meira hafi verið sett á af gimbrum í haust en síðustu ár þannig að nettó fækkun sauðfjár milli ára verður ekki mikil. Sú staðreynd, ásamt þeirri staðreynd að sumarið 2025 var hagfellt til heyskapar og víðast hvar til góð hey og gott magn, þá held ég að verði ekki mikill samdráttur í dilkakjötframleiðslu næsta haust – það er þó háð því að tíðarfar næsta sumars verði búsmala hagfellt,“ segir Eyjólfur enn fremur.

Hann vonast til að nú fari að sjá fyrir endann á þeirri miklu fækkun sauðfjár sem verið hefur síðustu tíu ár. „Það er margt jákvætt að gerast í kynbótastarfinu með innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða ásamt áframhaldi í auknum afurðum eftir hvern grip. Nú vantar bara að ljúka samtali um starfsskilyrði landbúnaðar til næstu ára þannig að bændur geti gert áætlanir og horft fram á veginn til komandi ára.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...