Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Þór Magnússon.
Kristján Þór Magnússon.
Fréttir 20. desember 2019

Ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist

„Í veðurofsanum undanfarna daga urðum við í Norðurþingi hvað verst úti í dreifbýlinu hér á svæðinu sem og er rafmagni aðeins skammtað á Kópaskeri og Raufarhöfn sem stendur. Óvíst er hve lengi sú staða varir en mikið tjón er á línum sem fæða byggðarlögin tvö. Það kemur bersýnilega í ljós við svona aðstæður hversu nauðsynlegar öflugar rafmagnstengingar eru til að ekki þurfi að hægja, jafnvel stöðva heilu samfélögin í fleiri daga vegna tjóns,“ segir í yfirlýsingu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra í Norðurþingi.  
 
Hann segir margt leita á hugann eftir að storminn hefur lægt, m.a. hversu óvægin náttúran geti verið og við lítil andspænis þeim öflum sem engu eira.
 
Kristján Þór segir að ef Bakka og Þeistareykja hefði ekki notið við hefðu íbúar á Húsavík orðið mun verr fyrir barðinu á ofsanum en raun varð á.
 
„Það er að mínum dómi mikið áhyggjuefni hversu illa dreifikerfi rafmagns er undirbúið undir veður sem þessi víða um land. Þótt þónokkuð hafi áunnist í að koma „hágæðakerfi“ rafmagnsins í jörðu verðum við að gera mun betur í þeim efnum. Og það er vel hægt,“ segir hann.
 
Má ekki gerast að smærri sveitarfélög sitji eftir
 
Nærtækasta dæmið séu viðbrögð við fjárskaðaveðrinu 2012 og með hvaða hætti var bætt úr raforkuöryggi við Mývatn í kjölfar þess hildarleiks sem íbúar svæðisins lentu í.
 
„Það er auðvitað ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist í frystigeymslum sjávarútvegs- og landbúnaðarfyrirtækja eins og við eigum t.a.m. í Fjallalambi á Kópaskeri og GPG á Raufarhöfn árið 2019 vegna yfirvofandi rafmagnsskorts í ríku landi sem okkar. Það má ekki gerast að smærri byggðarlög sitji eftir þegar kemur að úrbótum og tryggingum á afhendingaröryggi rafmagns. Við eigum ekki að sætta okkur við það,“ segir Kristján Þór í yfirlýsingu sinni. Raufarhöfn sé lífæð byggðarlagsins og vinnsla  GPG á staðnum hafi svo að segja verið í lamasessi vegna stöðunnar. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...