Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Halldór Gunnarsson með vænan fisk á veiðislóðum í Veiðivötnum.
Í deiglunni 8. nóvember 2018

Einn af hápunktum sumarsins

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðivötn eru án efa einn af mínum uppáhaldsstöðum yfir sumarið og reyni ég að fara sem oftast,“ segir Halldór Gunnarsson þegar hann ræðir um veiðisumarið í sumar.
 
„Við ákváðum þetta sumarið að fara öll í fjölskyldunni saman yfir verslunarmannahelgina til að reyna fyrir okkur, en dóttirin hefur sýnt mikinn áhuga á að kíkja eitthvað í veiði með gamla. Það var búið að vera tiltölulega rólegt yfir hjá okkur þennan afskaplega fallega dag, utan nokkra af minni gerðinni úr Stóra Hraunvatni, og Litlasjó. Þá þurfti ég að lenda í því óhappi að slíta flugulínuna við Stóra Hraunvatn, en í staðinn fyrir að gefast upp þá var línan bara hnýtt saman með tvöföldum naglahnút og haldið áfram.
Í hverjum túr í Veiðivötn er alltaf stoppað um stund við Rauðagíg, þennan flotta gíg sem geymir svo marga risana.
 
Hér ætlaði ég að reyna að láta dótturina fá einn stóran. En eftir töluverðan tíma og mörg köst án þess að verða var við nokkuð ákváðum við að segja þetta gott og hendast niður að Litlasjó. Dóttirin arkaði af stað en ég ákvað að taka 2 köst í lokin og viti menn.  – Þegar flugan var að sökkva í síðasta kastinu er rifið í af offorsi og þessi tignarlegi hængur tekur stökkið með agnið í kjaftinum. Brösuglega náðist þessi 10,5 punda höfðingi á land í góðri samvinnu við dótturina. Var þetta án efa einn af hápunktum sumarsins hjá okkur, og klárlega borgaði sig að hnýta löskuðu flugulínuna saman. 
 
Rauðigígur gefur kannski ekki marga ár hvert, en stórir eru þeir sem þarna dvelja,“ sagði Halldór að lokum.

Skylt efni: Veiðivötn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...