Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Bergsstaðir í Miðfirði er fyrsti bærinn í Miðfjarðarhólfi þar sem riða í sauðfé greinist.
Í deiglunni 12. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á liðlega 40 árum hafa rúmlega 850 hjarðir verið skornar niður á Íslandi, með meira en 200 þúsund fjár. Mörkuð var stefna af hálfu stjórnvalda árið 1986, þegar vitað var um riðu á um 100 bæjum, að freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Árið 2020 voru staðfest riðutilfelli á sex bæjum, annars vegar í Húna- og Skagahólfi og hins vegar í Tröllaskagahólfi. Síðan bættust við tilfelli á þremur bæjum í Vatnsneshólfi og Húna- og Skagahólfi árið 2021 – og nú nýjast í tveimur hjörðum í Miðfjarðarhólfi. Samtals hefur verið skorið niður um 6.500 fjár á þeim tíma.

Í kjölfar tilfellanna á Norðurlandi árið 2020 var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki. Hún skilað drögum til matvælaráðuneytisins í desember 2021 og nú nýlega tilkynnti matvælaráðherra um breytta nálgun við útrýmingu á riðuveiki með því að beita riðuþolnum arfgerðum.

Ákall bænda er nú hávært um nauðsyn þess að breyta ekki aðeins nálgun við útrýmingu á riðuveiki í sauðfé heldur einnig þeim bótaréttindum sem bændum standa til boða við þær aðstæður þegar þeir eru sviptir sínum bústofni, ævistarfi og ástríðu. Reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar er að stofni til frá 2001 og er samdóma álit þeirra bænda sem rætt er við í 11. tölublaði Bændablaðsins – og lentu í niðurskurði á árunum 2020 til 2023 – að hún sé úrelt.

Viðtal við bændur á Bergsstöðum í Miðfirði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...