Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu
Fréttir 22. október 2014

Eðlilegt að búgreinin beri ábyrgð á ræktunarstarfinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Viðræður standa yfir milli Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands um að LK kaupi Nautastöð BÍ að Hesti í Borgarfirði. Ekki er enn ljóst hvort af kaupunum verði en það skýrist fljótlega.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að viðræður um kaup LK á Nautastöð Bændasamtaka Íslands standi yfir en endanleg ákvörðun um kaupin hafi ekki enn verið tekin. „Frumkvæði að viðræðunum er komið frá okkur og Bændasamtökin hafa líka sýnt málinu áhuga. LK vill að búgreinin taki stöðina yfir og beri þannig sjálf ábyrgð á ræktunarstarfinu. Þannig er það hjá öðrum búgreinum og okkur finnst það sama eigi að gilda um nautgriparæktina.“

Ákvörðunar að vænta fljótlega

Að sögn Baldurs skýrist fljótlega hvort af kaupunum verður en stjórn BÍ mun væntanlega taka málið fyrir fljótlega og taka ákvörðun um áframhaldið.  Baldur segir að meðal annars sé ekki búið að semja um endanlegt verð enn.

20 til 30 naut til sæðistöku

Nautastöð Bændasamtaka Íslands er á Hesti í Borgarfirði. Á hverju ári eru keyptir um 70 smákálfar að Nautastöð BÍ að Hesti og úr hverjum árgangi koma 22 til 30 naut til sæðistöku, önnur eru felld vegna þess að þau þroskast ekki, stökkva ekki eða mæður þeirra falla í kynbótamati. Í stöðinni á Hesti eru 24 sæðisnautastíur, fjórar stíur fyrir uppeldið, sem geta tekið kálfa og svo einangrunarstöð sem tekur 12 kálfa. 

Árlega eru teknir á bilinu 120 til 170 sæðisskammtar úr nautum á stöðinni og rúmlega 50 þúsund eru sendir til frjótækna um allt land.

Aðstæður í stöðinni eru eins og best verður á kosið og hún uppfyllir kröfur Evrópusambandsins um útflutning á nautasæði. Starfsmenn stöðvarinnar eru tveir.

Áhugi fyrir útflutningi á nautgripasæði úr íslenskum nautum

„Landssambandi kúabænda berast á hverju ári fyrirspurnir um sæði úr íslenskum nautum erlendis frá og okkur langar til að skoða þann möguleika frekar og flytja út íslenskt nautgripasæði sé markaður fyrir það,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að lokum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...