Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Elín Helga Jónsdóttir með hænuna Hrefnu á höfðinu. Þessi hæna er búin að vera í Slakka í fjölda ára. Í fyrstu var hún lögð í einelti af öðrum hænum og hélt sig því til hlés. Tók þá starfsfólkið Hrefnu undir sinn verndarvæng og nú tekur hún þátt í öllum at
Mynd / Helgi Sveinbjörnsson
Fréttir 15. júní 2016

Dýrin í Slakka komin í sumarskapið

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dýragarðurinn Slakki í Laugar­ási í Biskupstungum var opnaður fyrir gesti í maí og verður bæði úti- og innisvæðið opið fram í september. Þar hafa börn Helga Sveinbjörnssonar, sem stofnaði Slakka, nú tekið við rekstrinum.
 
Helgi segir að það sé vissulega léttir að börnin hafi nú tekið við keflinu. Þetta hafi oft verið erfitt en börnin séu full af áhuga og krafti og með margvíslegar hugmyndir um að efla starfsemina, ekki síst yfir vetrartímann.
 
Mikið er um að fjölskyldufólk heimsæki Slakka á sumrin, enda öll umgjörðin mjög skemmtileg. Þar er margt forvitnilegt að skoða og líka hefur verið hægt að fara þar í mínígolf og pútt. Þá er einnig  hægt að fara í pool (billiard) og hafa það huggulegt við barinn.
 
Elsta dóttirin, Gunnur Ösp Jónsdóttir, og hennar maður, Matthías Líndal Jónsson, seldu íbúð sína á höfuðborgarsvæðinu og fluttust austur til að taka við rekstrinum. Síðan taka hálfsystkini Gunnar Aspar, þau Rannveig Góa Helgadóttir og Egill Óli Helgason líka þátt í rekstrinum auk þess sem pabbinn er þeim að sjálfsögðu innan handar. Þess má geta að opið er alla daga frá klukkan 11 til 18. 

5 myndir:

Skylt efni: Slakki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...