Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ein af dráttarvélum ársins er AgXeed 5.115T2. Þetta er dísilknúinn sjálfkeyrandi beltatraktor sem er þegar kominn í notkun hjá bændum.
Ein af dráttarvélum ársins er AgXeed 5.115T2. Þetta er dísilknúinn sjálfkeyrandi beltatraktor sem er þegar kominn í notkun hjá bændum.
Mynd / AgXeed
Utan úr heimi 15. janúar 2025

Dráttarvélar ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Landbúnaðarblaðamenn hafa valið dráttarvélar ársins 2025 í sex flokkum.

Á hverju ári veitir nefnd blaðamanna frá 25 Evrópulöndum verðlaun fyrir dráttarvélar ársins. Að baki verðlaununum standa landbúnaðarblaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um búvélar.

Í flokki öflugustu dráttarvélanna (e. highpower) sigraði Case IH Quadtrac 715. Sá traktor er með 778 hestafla mótor, liðstýrður og á fjórum beltum. Í flokki dráttarvéla í millistærð (e. midpower) fór Fendt 620 Vario DP með sigur af hólmi. Þessi traktor myndi eflaust teljast stór á íslenskan mælikvarða, en vélin í honum skilar 224 hestöflum. Í flokki dráttarvéla til almennra nota (e. utility) var hinn 117 hestafla Steyr 4120 Plus traktor valinn bestur.

Í flokki sérhæfðra traktora (e. specialized) sigraði Antonio Carraro Tony 8900 TRG. Það er lítil dráttarvél sem er meðal annars hugsuð til nota á vínekrum. Í flokki sjálfbærra dráttarvéla (e. sustainable) var Fendt e107 Vario valin best, en hún er rafknúin. Þá var sérstakur flokkur fyrir landbúnaðarþjarka (e. bot) þar sem AgXeed 5.115T2 var veitt viðurkenning. Það er sjálfkeyrandi lítill traktor á beltum sem er hægt að tengja við fjölbreytt úrval landbúnaðartækja án breytinga.

Skylt efni: Dráttarvél

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f