Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Bústólpi hefur sinnt þjónustu DeLaval um árabil en tekur nú við sölu og innflutningi.
Mynd / Bústólpi
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Fóðurblandan í Reykjavík hefur verið með umboðið fyrir DeLaval á meðan Bústólpi hefur sinnt þjónustunni fyrir DeLaval á landsvísu frá árinu 2016. Bústólpi er dótturfyrirtæki Fóðurblöndunnar.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa, segir að með þessu sé allt ferlið frá upphafi til enda komið á einn stað. Bústólpi hefur sett upp alla mjaltaþjóna undanfarin ár og eru þeir sem koma að þjónustu og uppsetningu starfsmenn fyrirtækisins.

Hún vonast til að með þessu verði þjónustan skilvirkari, en hún gerir ekki ráð fyrir að viðskiptavinir verði varir við miklar breytingar. Nú starfa sjö manns í DeLaval-deild fyrirtækisins og hefur Bústólpi ráðið til starfa viðskiptastjóra sem verður með aðsetur fyrir norðan. Þá hefur fyrirtækið fest kaup á viðbótarhúsnæði á Akureyri til að hýsa lagerinn.

Á landinu eru í kringum 120 DeLaval-mjaltaþjónar í notkun á um hundrað búum og er gangsetning þriggja til viðbótar í burðarliðnum. Hanna Dögg telur að markaðshlutdeild DeLaval sé í kringum 35 til 40 prósent á móti öðrum tegundum mjaltaþjóna eins og Lely, GEA og Fullwood-Merlin. Miðað er við að róbót af nýjustu gerð DeLaval geti sinnt allt að 70 kúm. Fyrsti DeLaval-mjaltaþjónninn tók til starfa á íslensku kúabúi árið 2002, en sá elsti sem enn er í notkun var gangsettur árið 2006.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f