Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi
Á faglegum nótum 4. júní 2018

Cassani - fyrsta dísil- dráttarvélin í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Francesco Cassani var undrabarn og frumkvöðull þegar kom að hönnun og smíði dráttarvéla. Tvítugur smíðaði hann fyrstu dísildráttarvélina ásamt bróður sínum. Árið 1942 stofnuðu þeir SAME sem í dag er hluti af SAME Deutz-Fahs, eins stærsta dráttarvélaframleiðanda í heimi.

Þrátt fyrir að Francesco Cassani sé ekki jafnþekkt nafn og Harry Ferguson og Henry Ford í heimi dráttarvélaframleiðslu var hann undrabarn og frumkvöðull þegar kom að vélahönnun og smíði dráttarvéla.
Árið 1942 stofnuðu ítölsku bræðurnir Francesco og Eugenio Cassani dráttarvélaframleiðslu­fyrirtækið Società Accomandita Motori Endotermici, skammstafað SAME.
Smíðaði fyrstu dísildráttarvélina tvítugur

Francesco fæddist skömmu eftir aldamótin 1900 og fyrsti mótorinn sem hann smíðaði var flugvélamótor. Tæplega tvítugur að aldri hóf hann að gera tilraunir með dísilvélar sem var það nýjasta nýja á þeim tíma. Bræðurnir smíðuðu sinn fyrsta traktor 1927 sem fékk heitið Cassani 40. Jafnframt því að vera fyrsta ökutæki með dísilvél sem smíðað var utan Þýskalands var það fyrsta dísildráttarvélin.

Vélin var tveggja strokka á fjórum stálhjólum, 40 hestöfl við 550 snúninga á mínútu. Traktorinn var fjögurra gíra, þrír áfram og einn aftur á bak og náði fimmtán kílómetra hámarkshraða.

Aðdragandi SANE

Bræðurnir hófu að kanna möguleikann á að fjöldaframleiða dráttarvélar árið 1942 og sama ár stofnuðu þeir SAME. Þremur árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, 1948, settu þeir fyrstu dráttarvélina á markað, þriggja hjóla smátraktor sem kallaðist Trattorino Universale.

Traktorinn þótti ódýr og fjölhæfur en klunnalegur í notkun. Vélin var tíu hestöfl og gekk fyrir parafíni og með einfalda lyftu. Trattorino Universale var fyrsti traktorinn í heimi með snúningssæti fyrir ökumanninn.
Árið 1952 setti fyrirtækið á markað fyrstu fjórhjóladrifnu dísildráttarvélina, DA 25. Sú dráttarvél var tveggja strokka, 25 hestöfl og loftkæld. Sex árum síðar kynnti fyrirtækið til leiks beltadráttarvél sem byggði á grunnhugmynd Ferguson.

Francesco bar mikla virðingu fyrir Harry Ferguson og leit reyndar á hann sem sinn eina keppinaut þegar kom að hönnun og smíð dráttarvéla.

Útþensla SANE

Snemma á áttunda áratug síðustu aldar keypti SANE traktorsdeild Lambourghini. Árið 1979 bættist svissneski dráttarvélaframleiðandinn Hürlimann í safnið og nafni SAME breytt í SAME-Lambourghini- Hürlimann, skammstafað SLM.

Rekstrarerfiðleikar

Efnahagssamdrátturinn á níunda áratug síðustu aldar reyndist SLM erfiður en fyrirtækið stóð þrengingarnar af sér.

Snemma árs 1995 keypti SLM þýska dráttarvélaframleiðandann Deutz-Farh og var nafni SLM breytt í SDF, SAME Deutz-Farh.

Í dag er SDF einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi. Það framleiðir dráttarvélar víða um heim og er með söluskrifstofur víða, þar á meðal á Íslandi.

Haft er eftir Francecco Cassini að SAME hafi ekki verið stofnað til að græða peninga heldur til að færa Ítalíu virtan iðnað. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...