Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 31. janúar 2017

Breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur breytt skipan samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu segir að við endurskoðun á fulltrúum í samráðshópnum hafi sérstaklega verið horft til þess að auka vægi umhverfis- og neytendasjónarmiða í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og fyrrverandi alþingismaður, verður formaður hópsins.

Fulltrúum fjölgað um einn

Fulltrúum í hópnum er fjölgað úr tólf í þrettán. Umhverfisráðherra tilnefndir einn fulltrúa og Félag atvinnurekenda einn, til viðbótar þeim sem þegar voru skipaðir samkvæmt tilnefningu.

Skipan þriggja fulltrúa af fimm sem fyrri ráðherra skipaði án tilnefningar hefur verið afturkölluð.  Í þeirra stað hefur ráðherra skipað Brynhildi Pétursdóttur, fyrrverandi alþingismann og starfsmann Neytendasamtakanna og Svanfríði Jónasdóttur.

Fulltrúarnir sem viku voru Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir sem var formaður hópsins, Björg Bjarnadóttir og Ögmundur Jónasson.

Nýjan samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga skipa

Svanfríður Jónasdóttir, formaður (skipuð af ráðherra)

Brynhildur Pétursdóttir (skipuð af ráðherra)

Elín Margrét Stefánsdóttir (skipuð af ráðherra)

Jóna Björg Hlöðversdóttir (skipuð af ráðherra)

Þórunn Pétursdóttir (Umhverfisráðherra)

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson (Félag atvinnurekenda)

Róbert Faresveit (Alþýðusamband Íslands)

Ólafur Arnarsson (Neytendasamtökin)

Andrés Magnússon (Samtök atvinnulífsins)

Sindri Sigurgeirsson (Bændasamtök Íslands)

Björgvin Jón Bjarnason (Bændasamtök Íslands)

Elín Heiða Valsdóttir (Bændasamtök Íslands)

Helga Jónsdóttir (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja)

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...